Menningarnótt - Forsíða
Menningarnótt í Reykjavík
Stærsta afmælis- og borgarhátíð Reykjavíkur Menningarnótt verður haldin laugardaginn 24. ágúst 2024. Segja má að hátíðin sé hápunktur sumarsins þar sem skemmtilegir viðburðir lita mannlífið í miðborginni frá morgni til kvölds. Hátíðin er fyrir alla borgarbúa og gesti sem vilja taka þátt í hátíðinni og skemmta sér. Það er orðin hefð hjá mörgum fjölskyldum og vinahópum að mæla sér mót á Menningarnótt og eiga skemmtilegan dag saman.
Götulokanir á Menningarnótt
Í samráði við Lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu verður hluti miðborgarinnar lokaður fyrir akandi umferð til að tryggja öryggi gesta Menningarnætur.
Almennt gildi götulokanir frá kl. 07:00 að morgni laugardagsins 24. ágúst og standa til kl. 01:00 eftir miðnætti, nema annað sé takið fram.
Aðgengi fyrir öll
Leitast er við að tryggja að gott aðgengi sé fyrir öll á Menningarnótt.
Styrkur úr Menningarnæturpotti
Alls fengu 24 verkefni styrk úr Menningarnæturpottinum 2024.