Menningarnótt

 

Menningarnótt Reykjavíkur

Stærsta afmælis- og borgarhátíð Reykjavíkur Menningarnótt verður haldin laugardaginn 24. ágúst 2024. Segja má að hátíðin sé hápunktur sumarsins þar sem skemmtilegir viðburðir lita mannlífið í miðborginni frá morgni til kvölds. Hátíðin er fyrir alla borgarbúa og gesti sem vilja taka þátt í hátíðinni og skemmta sér. Það er orðin hefð hjá mörgum fjölskyldum og vinahópum að mæla sér mót á Menningarnótt og eiga skemmtilegan dag saman. 

Viltu þaka þátt í Menningarnótt?

Við tökum vel á móti þeim sem vilja taka  þátt í hátíðinni sem verður 24. ágúst 2024. Hátíðarsvæðið nær yfir miðborgina og að Lönguhlíð í Austurbænum, að Hagatorgi í Vesturbænum og teygir sig út á Granda.

Styrkur úr Menningarnæturpotti

Umsóknarfrestur í Menningarnæturpott Landsbankans er liðinn. Alls fengu 24 verkefni styrk úr Menningarnæturpottinum 2024.