Menningarnótt - Forsíða
Menningarnótt laugardaginn 23. ágúst
Menningarnótt, stærsta afmælis- og borgarhátíð Reykjavíkur verður haldin laugardaginn 23. ágúst 2025. Segja má að hátíðin sé hápunktur sumarsins og skemmtilegir viðburðir lita mannlífið í miðborginni frá morgni til kvölds. Hátíðin er fyrir alla borgarbúa og gesti sem vilja taka þátt og skemmta sér. Hefð er orðin hjá mörgum fjölskyldum og vinahópum að mæla sér mót á Menningarnótt og eiga skemmtilegan dag saman.
Svipmyndir frá Menningarnótt í Reykjavík

Takk allir sem lögðu hönd á plóg til að gera Menningarnótt 2019 ógleymanlega. #menningarnott #visitreykjavik #reykjavik #culturenight

Valdís og Tanja Levý buðu upp á brauðtertu á blaðamannafundi Menningarnætur en þær eru með viðburðinn, Brauðtertusamkeppni í Hafnarhúsinu kl 14-16 á hátíðinni. #menningarnott #visitreykjavik #culturenight #reykjavik

Fía ásamt bróður sínum Davíð mættu að ná í aðföng fyrir vöfflukaffi Menningarnætur. Fía mun bjóða upp á vöfflur og kaffi að Njálsgötu 16 á milli kl 14-16. #menningarnott #visitreykjavik #culturenight #vöfflukaffi