Gleðilega hátíð!
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, setti Menningarnótt formlega á tröppum Þjóðleikhússins klukkan 12.30 í dag. Bastían bæjarfógeti í Kardemommubæ aðstoðaði við setninguna og lék á alls oddi.
Afmælisbörnin á setningunni voru tvö, Reykjavíkurborg er 239 ára og Þjóðleikhúsið fagnar 75 ára afmæli í ár. Auk borgarstjóra Heiðu B. Hilmisdóttur sem setti Menningarnótt, var forseti Íslands, Halla Tómasdóttir viðstödd setninguna ásamt Loga Einarssyni menningarmálaráðherra og Magnúsi Geir Þórðarsyni, þjóðleikhússtjóra.
Í ræðu sinni sagði borgarstjóri að framundan væri afmælisveisla þar sem tónlist, söngur, dans og margvísleg menning væri í hávegum höfð. Menningarnótt væri fjölskylduhátíð þar sem fjölskyldan kæmi saman í miðborgina og færi saman heim. Borgarstjóri sagði ennfremur frá því að í lok dagskrár Menningarnætur yrði einnar mínútu þögn til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur og flugeldasýningin væri einnig tileinkuð henni og öllum þeim ungmennum sem orðið hafa fyrir ofbeldi.
Logi Einarsson menningarmálaráðherra, flutti ræðu og færi Þjóðleikhúsinu veglega gjöf, nýja viðbyggingu við Þjóðleikhúsið sem á að rýma um 250 til 300 manns.
Að lokinni setningu tók við afmælisveisla Þjóðleikhússins þar sem frægar persónur úr vinsælustu leikritum sögunnar og mættu og skemmtu viðstöddum þeirra á meðal voru Lína Langsokkur, Elsa og Ólafur úr Frosti, Mikki refur og Lilli klifurmús úr Kardemommubænum og fleiri.
Maraþon Íslandsbanka sem verið hefur í gangi frá klukkan 8.30 er nú á loka metrunum en því lýkur um klukkan þrjú í dag.
Framundan eru 400 viðburði um alla miðborgina þar sem öll ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Það er tilvalið að láta sig berast með straumnum og njóta dagskrár Menningarnætur.
Dagskrána má nálgast á menningarnott.is.