Menningarnótt - Upplýsingar
Allt um Menningarnótt
Vissir þú að Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar?
Reykjavíkurborg fékk kaupstaðarréttindi þann 18. ágúst 1786 og venju samkvæmt verður blásið til allsherjar veislu á Menningarnótt þar sem öllum er boðið.
Hér fyrir neðan er að finna algengar spurningar og svör er varða hátíðina.
Algengar spurningar og svör
Hvenær og hvar fer Menningarnótt fram?
Í ár fer Menningarnótt fram 23. ágúst 2025 og stendur dagskráin frá klukkan 12:00–22:00.
Hátíðarsvæðið er miðborgin öll, að Lönguhlíð í austurbænum, að Hagatorgi í vesturbænum og teygir sig út á Granda.
Formlegri dagskrá lýkur með flugeldasýningu á Arnarhóli klukkan 22:00.
Götulokanir á Menningarnótt
Í samráði við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu verður hluti miðborgarinnar lokaður fyrir akandi umferð til að tryggja öryggi gesta Menningarnætur.
Kort af lokunarsvæðinu sýnir það svæði sem verður lokað fyrir akandi umferð. Engar undantekningar verða leyfðar.
Almennt gilda götulokanir frá klukkan 07:00 að morgni laugardagsins 23. ágúst og standa til klukkan 01:00 eftir miðnætti, nema annað sé takið fram:
Frá kl. 12.00 fimmtudaginn 21. ágúst verður Kalkofnsvegur, á milli Hverfisgötu og Geirsgötu, lokaður vegna uppsetningar á sviði við Arnarhól. Lokunin mun vara fram yfir Menningarnótt. Aðeins verður viðbragðsaðilum heimilt að fara í gegnum lokunina. Þeir strætisvagnar sem alla jafna fara þessa leið fara hjáleið. Upplýsingar á straeto.is.
Frá kl. 16:00 föstudaginn 22. ágúst verður Sóleyjargötu, Fríkirkjuvegi og Lækjargötu lokað vegna undirbúnings Reykjavíkurmaraþons. Lokunin mun vara fram yfir Menningarnótt.
Tjarnargata verður lokuð frá kl. 11:00 - 16:00 á Menningarnótt í tengslum við Skemmtiskokk Reykjavíkurmaraþons og góðgerðaraksturs mótorhjólasamtakanna H.O.G. Iceland.
Suðurgata verður lokuð frá 14:00 - 16:00 á Menningarnótt í tengslum við góðgerðarakstur mótorhjólasamtakanna H.O.G. Iceland.
Eftir kl. 14:00 verður Sæbraut frá Snorrabraut aðgengileg þeim sem ætla sér að komast í bílakjallarann undir Hörpu.
Aðgengi að Landspítalanum er um Snorrabraut/Eiríksgötu.
Athygli skal vakin á því að Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram klukkan 8:40–16:10 á Menningarnótt. Íþróttabandalag Reykjavíkur er framkvæmdaaðili hlaupsins og verða frekari truflanir á umferð tengdar því. Frekari upplýsingar um hlaupið, hlaupaleiðir og tímasetningar má finna á vefsíðu Reykjavíkurmaraþons.
Munum að umferðarlögin gilda alla daga ársins! Lögreglan mun sekta þau sem leggja ólöglega. Ökutækjum sem lagt er ólöglega og/eða hindra aðgengi lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutningafólks verða flutt burt og vistuð hjá Vöku. Er það gert til þess að tryggja aðgengi öryggisaðila ef slys verða.
Hvernig er best að komast í miðborgina á Menningarnótt?
Hægt er að komast í miðborgina með ýmsu móti, með almenningssamgöngum, labbandi, hjólandi, á rafskútum eða á einkabíl.
Strætó mun ferja gesti úr öllum hverfum borgarinnar frá morgni til kvölds samkvæmt gjaldskrá. Tíðni ferða verður aukin og eru öll hvött til að kynna sér allar upplýsingar um ferðir og annað á vef Strætó.
Eftir klukkan 21.30 verður leiðakerfið rofið og öllum vögnum beint á Sæbraut við Sólfarið. Frítt er í Strætó meðan verið er að ferja fólk heim eftir flugeldasýningu. Ekki verður hægt að taka strætó frá öðrum öðrum stöðum en við Sæbraut klukkan 21:30 – 00:30. Ekið verður í öll hverfi á höfuðborgarsvæðinu.
Áætlunarferðir á leiðum 51 til Selfoss, 55 til Keflavíkur og 57 til Akraness munu fara frá biðstöðinni Skúlagötu kl. 22:40 skv. gjaldskrá.
Ekki verður hægt að taka strætó frá öðrum stöðum en Sæbraut milli klukkan 21:30–23:15.
Leiðakerfið verður ræst aftur í breyttri mynd eftir tæmingu og munu þá vagnar fara frá Skúlagötu. Almenn gjaldskrá gildir.
Akstur næturstrætó tekur við klukkan 01:20 eftir miðnætti samkvæmt gjaldskrá.
Fólk sem vill gjarnan koma á bílnum sínum í miðborgina ætti að hafa í huga að bílastæði verða af skornum skammti og því er tilvalið að leggja bílnum í Laugardal eða Borgartúni og fá frítt far á hátíðarsvæðið í miðborginni. Þannig komast öll hratt og örugglega inn á hátíðarsvæðið. Skutlurnar ganga frá klukkan 07.30 til 23.15 frá Laugardalshöll með viðkomu á biðstöðvum strætó í Borgartúni og þaðan beinustu leið upp að Hallgrímskirkju. Skutlustöðvar verða merktar.
Hjólagrindur eru víða um miðborgina, meðal annars við Austurbæjarskóla, á Lækjartorgi, við Ráðhúsið, Hörpu tónlistarhús og Tækniskólann.
Hér er hægt að nálgast upplýsingar um staðsetningar á hjólastæðum í miðborginni.
Rafskútusvæðin verða á eftirfarandi svæðum:
- Við BSÍ
- Í Vatnsmýrinni fyrir neðan HÍ.
- Við Spennistöðina, Barónsstíg.
- Tjarnargötu 4.
- Skúlagötu 6.
Ekki verður hægt að leggja eða stöðva ferð á öðrum stöðum í miðborginni.
Aðgengi fatlaðs fólks á Menningarnótt
Hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð til tryggja öryggi gangandi vegfarenda, og verða engar undantekningar gerðar á því. Er þó leitast við, eftir bestu getu, að tryggja aðgengi allra að hátíðarsvæðinu.
Kort af götulokunum og þjónustu við fatlað fólk
Aðgengi að Landspítalanum er frá Snorrabraut um Eiríksgötu.
Hjólastólapallar verða fyrir framan sviðin á tónleikunum í Hljómskálagarði og á Arnarhóli til að tryggja aðgengi fyrir öll á tónleikunum.
Bílastæði fyrir fatlað fólk
Bílastæði fyrir fatlað fólk eru staðsett á eftirfarandi stöðum:
- Fyrir framan Skúlagötu 6, sérstakt svæði sem eingöngu verður nýtt undir bílastæði fyrir P merkta bíla.
- Við Tækniskólann, hluti stæðanna verður nýttur undir P merkt stæði.
- Í eftirfarandi bílastæðahúsum eru sérmerkt bílastæði fyrir fatlað fólk
- Bílakjallari Ráðhúss Reykjavíkur, frá klukkan 07:00 - 11:00 og 16:00 - 00:00. Athugið að ekki verður hægt að nota lyftu ráðhúss til að komast í bílakjallarann eftir kl. 18.00.
- Vesturgötu 7, frá kl. 07.00 - 00.00.
- Vitatorgi, Lindargötu (aðgengi frá Hverfisgötu)
- Stjörnuporti, Laugavegi 94, klukkan 07:00 - 00:00.
- Hörpu, frá klukkan 14:00 - 21.00. Frá klukkan 21:00 verður útakstur eingöngu leyfilegur um Kolagötu og vestur eftir Geirsgötu.
Skynrými
Skynrými fyrir fólk með skynúrvinnsluvanda verður staðsett í safnaðarheimili Fríkirkjunnar í Reykjavík við Laufásveg 13. Skynrýmið verður opið frá klukkan 15:00 til 20:00.
Pant akstursþjónusta fatlaðs fólks
Hægt er að panta akstur á vefnum eða í síma 540 2727.
Akstur er frá klukkan 07:30–00:00
Seinasta ferð er klukkan 00:45.
- Almennur opnunartími á laugardögum er klukkan 10:00–14:00.
- Fyrir klukkan 10:00 og eftir klukkan 14:00 er aðeins hægt að panta stakar ferðir, afpanta ferðir og fá svör við brýnum erindum.
- Hægt er að bóka ferð með tveggja tíma fyrirvara á Menningarnótt eins og vani er.
- Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að bóka ferðir með fyrirvara til að auðvelda skipulagningu akstursins.
Akstursþjónustan stöðvar á eftirfarandi stöðum til þess að skila af sér og taka á móti farþegum:
- Skólavörðuholti – bílastæði við Hallgrímskirkju
- N1 Hringbraut – bílastæði við N1
- Sjávarútvegsráðuneyti – bílastæði á Skúlagötu 4
- EKKI er stöðvað við Ráðhúsið
Viðbúið er að einhver seinkun kunni að verða sökum umferðar. Farþegar eru beðnir um að sýna þolinmæði og skilning gagnvart því.
Salernisaðstaða
Salerni fyrir fatlað fólk eru staðsett á eftirfarandi stöðum:
- Við Arnarhól (til hliðar við bílastæðahús Seðlabankans)
- Á Miðbakka
- Í Hljómskálagarði
- Á bílastæði við Tækniskólann
- Hverfisgötu 23 (við Lýðveldisgarð)
- Í Ráðhúsinu – opið til klukkan 18:00
- Í Hörpu – opið til klukkan 22:00
- Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi – opið til klukkan 22:00
Flugeldasýning á Menningarnótt
Það verður flugeldasýning og er hún lokadagskrárliður Menningarnætur. Flugeldasýningin hefst klukkan 22:00 eða strax að loknum tónleikum á Arnarhóli.
Er hægt að koma á reiðhjóli í miðborgina á Menningarnótt?
Það er alltaf mælt með því að nýta hjólið til að koma í miðborgina á Menningarnótt ef fólk hefur tök á því. Þó getur verið erfitt að hjóla um í mannmergð og er fólk því hvatt til að læsa hjólin við einhverja af þeim fjölda reiðhjólagrinda sem eru á víð og dreif um miðborgina, meðal annars hjá Austurbæjarskóla, hjá Hörpu tónlistarhúsi, í Pósthússtræti, á Lækjartorgi, í Hafnarstræti og við Tækniskólann svo eitthvað sé nefnt.
Hér er hægt að nálgast nákvæmari upplýsingar um staðetningar hjólastæða í miðborginni.
Þjónusta rafskútna í miðborginni á Menningarnótt
Fólk er eindregið hvatt til að nýta sér rafskútur sem eru vistvænn samgöngumáti til að komast til og frá miðborginni á Menningarnótt.
Í samráði við rafskútufyrirtækin verður hámarkshraði rafskútanna lækkaður í miðborginni á Menningarnótt, auk þess sem aðeins verður hægt að enda ferðir og hefja ferðir á ákveðnum stæðum í miðborginni.
Rafskútusvæðin verða á eftirfarandi svæðum:
- Við BSÍ
- Í Vatnsmýrinni fyrir neðan HÍ
- Við aðalinngang Tækniskólans á Skólavörðuholti
- Við Hverfisgötu 105
- Tjarnargötu 4
- Skúlagötu 6
Ekki verður hægt að leggja eða stöðva ferð á öðrum stöðum í miðborginni.
Þjónusta Strætó á Menningarnótt
Strætó mun ferja gesti úr öllum hverfum borgarinnar frá morgni til kvölds samkvæmt venjulegri gjaldskrá. Tíðni ferða verður aukin og er fólk vinsamlegast beðið um að kynna sér áætlun strætó á Menningarnótt.
Eftir klukkan 21.30 verður leiðakerfið rofið og öllum vögnum beint á Sæbraut við Sólfarið. Ekið verður í öll hverfi á Höfuðborgarsvæðinu. Frítt er í Strætó á meðan á tæmingu miðborgarinnar stendur eða frá klukkan 22.00 til 23.15.
Ekki verður hægt að taka strætó frá öðrum stöðum en Sæbraut milli klukkan 21:30–23:15.
Áætlunarferðir á leiðum 51 til Selfoss, 55 til Keflavíkur og 57 til Akraness munu fara frá biðstöðinni Skúlagötu kl. 22:40 skv. gjaldskrá.
Akstur næturstrætó tekur við klukkan 01.20 eftir miðnætti samkvæmt gjaldskrá.
Gott er fyrir fólk sem vill gjarnan koma á bílnum sínum í miðborgina að hafa í huga að bílastæði verða af skornum skammti í miðborginni á Menningarnótt en sérstök skutluþjónusta Strætó verður starfrækt frítt fyrir þau sem vilja komast hratt og örugglega inn á hátíðarsvæðið. Hægt er að leggja bílum í Laugardal og Borgartúni og munu skutlurnar ganga frá klukkan 07:30 til 23:15 frá Laugardalshöll með viðkomu á biðstöðvum Strætó í Borgartúni og þaðan beinustu leið upp að Hallgrímskirkju. Skutlustöðvar verða merktar sérstaklega.
Leigubílar á Menningarnótt
Hægt verður að komast á leigubíl í miðborgina, en akstur leigubíla innan lokunarsvæðis er bannaður, svo mælt er með því að skipuleggja sig samkvæmt því.
Leigubílastöðvar verða á fjórum stöðum í útjaðri hátíðarsvæðisins;
- við Hallgrímskirkju,
- á Skúlagötu,
- við BSÍ og
-
á Túngötu á bílastæði við Landakotskirkju.
Auk þess er hægt að fá leigubíl til að aka hvert sem er, svo fremi sem það er ekki innan lokunarsvæðis.
Bílastæði fyrir einkabílinn í miðborginni á Menningarnótt
Takmarkað magn af bílastæðum verður í boði í miðborginni á Menningarnótt. Hægt er leggja í eftirfarandi bílastæðahús;
- Í Ráðhúsinu, klukkan 07:00 - 11:00 og 16:00 - 00:00
- Vesturgötu, klukkan 7:00 - 00:00.
- Vitatorgi, klukkan 7:00 - 00:00
- Stjörnuporti, klukkan 7:00 - 00:00
- Höfðatorgi, klukkan 7:00 - 00:00
- Bílastæðakjallara undir Hörpu og Hafnartorgi, klukkan 13:00 – 21:00.
Bílastæðahúsin Bergstaðir, Traðarkot og Kolaportið verða lokuð á Menningarnótt.
Venjulegt gjald gildir.
Leggðu fjær til að komast nær!
Virðum íbúa miðborgarinnar og leggjum ekki í einkabílastæði eða skerðum aðgengi að innkeyrslum íbúa.
Fyrir fólk sem gjarnan vill koma á bílnum sínum í miðborgina er bent á að sérstök skutluþjónusta Strætó verður starfrækt fyrir þau sem vilja komast hratt og örugglega inn á hátíðarsvæðið. Hægt er að leggja bílum í Laugardal og Borgartúni og munu skutlurnar ganga klukkan 07:00 – 01:00 frá Laugardalshöll með viðkomu á biðstöðvum Strætó í Borgartúni og þaðan beinustu leið upp að Hallgrímskirkju. Skutlustöðvar verða merktar.
Munum að umferðarlögin gilda alla daga ársins!
Lögreglan mun sekta þau sem leggja ólöglega. Ökutækjum sem lagt er ólöglega og/eða hindra aðgengi lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutningamanna verða flutt burt og vistuð hjá Vöku. Er það gert til þess að tryggja aðgengi öryggisaðila ef slys ber að garði.
Kostar eitthvað á viðburði Menningarnætur?
Allir viðburðir sem fara fram á Menningarnótt eru öllum að kostnaðarlausu. Ekki er hægt að tryggja ótakmarkað aðgengi á alla viðburði en misjafnt er hvar viðburðir fara fram. Sums staðar þarf að taka tillit til fjöldatakmarkana – en öll eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Menningarnótt.
Upplýsingar um salerni í miðborginni á Menningarnótt
Komið verður fyrir salernum á víð og dreif um miðborgina, svo fólk þurfi ekki að leita inn á veitingahús til að komast á salerni.
Salerni fyrir fatlað og ófatlað fólk verða meðal annars:
- Við Arnarhól (til hliðar við bílastæðahús Seðlabankans)
- Á Skúlagötu
- Í Hljómskálagarði
- Á bílastæði við Tækniskólann
- Hverfisgötu 23 (við Lýðveldisgarðinn)
- Mæðragarði
- Hverfisgötu
- Í Ráðhúsinu – opið til klukkan 18:00
- Í Hörpu – opið til klukkan 22:00
- Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi – opið til klukkan 22:00
- …og víðar.
Upplýsingar til ferðaþjónustuaðila á Menningarnótt
- Túngata fyrir neðan Landakotskirkju: Aðstaða fyrir minni rútubíla.
- Bílastæði við Hallgrímskirkju, Eiríksgötumegin: Aðstaða fyrir minni og stærri rútubíla. Aðgengi við gatnamót Eiríksgötu og Snorrabrautar. Útakstur aftur niður Njarðargötuna.
- Skúlagatan (vestan Olís): Aðstaða fyrir stærri rútubíla. Aðgengi við gatnamót Snorrabrautar og Hverfisgötu og niður Barónsstíg og Skúlagötu. Klukkan 14:00–20:00 verður hægt að aka inn Skúlagötuna frá Sæbraut. Útakstur er sama leið tilbaka. Á meðan á maraþoni stendur verður greið leið um Borgartúnið og þaðan á Snorrabraut/Hverfisgötu.
Aðeins bílar vel merktir löggildu ferðaþjónustufyrirtæki mega nýta sér þessa þjónustu sem tilgreind er hér að ofan.
- Nr. 2 og 3 verða óvirk frá klukkan 16:00 föstudaginn 23. ágúst.
- Nr. 1.4, 5 og 6 verða óvirk frá klukkan 7:00, laugardaginn 23. ágúst - 01:00, 24. ágúst.
- Nr. 15 verður óvirkt frá klukkan 7:00 - 16:00, laugardaginn 24. ágúst.
Upplýsingar fyrir notendur ferðaþjónustu fatlaðra á Menningarnótt
Pant akstursþjónusta fatlaðs fólks sér um akstur á Menningarnótt
Hægt er að panta akstur á vefnum eða í síma 540 2727.
Akstur er frá klukkan 07:30–01:00
Seinasta ferð er klukkan 01:00
- Almennur opnunartími á laugardögum er klukkan 10:00–14:00
- Fyrir klukkan 10:00 og eftir klukkan 14:00 er aðeins hægt að panta stakar ferðir, afpanta ferðir og fá svör við brýnum erindum.
- Hægt er að bóka ferð með tveggja tíma fyrirvara á Menningarnótt eins og vani er.
- Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að bóka ferðir með fyrirvara til að auðvelda skipulagningu akstursins.
Akstursþjónustan stöðvar á eftirfarandi stöðum til þess að skila af sér og taka á móti farþegum:
- Skólavörðuholti – bílastæði við Hallgrímskirkju
- BSÍ
- Túngötu - bílastæði á horni við Suðurgötu
- Sjávarútvegsráðuneyti – bílastæði á Skúlagötu 4
- EKKI er stöðvað við Ráðhúsið
Viðbúið er að einhver seinkun kunni að verða sökum umferðar. Farþegar eru beðnir um að sýna þolinmæði og skilning gagnvart því.
Drónaflug á Menningarnótt
Að beiðni Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu verður drónaflug bannað yfir miðborg Reykjavíkur vegna Menningarnætur 2025.
Hvernig er fyrirkomulagi Reykjavíkurmaraþonsins háttað?
Íþróttabandalag Reykjavíkur er skipuleggjandi og framkvæmdaraðili Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka og er allar upplýsingar að finna á vef Reykjavíkurmaraþons.