Vöfflukaffi á Menningarnótt 2025

Líf og fjör í vöfflukaffi í Þingholtunum á Menningarnótt.
Líf og fjör í vöfflukaffi í Þingholtunum á Menningarnótt.

Byrjað er að taka við umsóknum frá íbúum í Þingholtunum sem hafa áhuga á að bjóðum gestum Menningarnætur í vöfflukaffi.

Reykjavíkurborg styrkir gestgjafana með vöffludeigi, kaffi, sultu og rjóma. Heimilisfólk tekur á móti gestum og er gestgjöfum frjálst að setja saman aðra dagskrá ef það vill og eftir áhuga, svo fremi sem það er gestum að kostnaðarlausu.

Skráningarfrestur er til 14. ágúst næstkomandi.

Skráðu þig með því að fylla út formið