Leikskóli við Völvufell

Í undirbúningi

Völvufell
111 Reykjavík

Tölvuteiknuð mynd af leikskólasvæði við Völvufell.

Um leikskólann

Nýr leikskóli við Völvufell verður reistur á næstu árum og mun rúma 200 börn. Áætlað er að leikskólarnir Ösp og Holt verði lagðir niður í núverandi mynd og sameinaðir í þessum nýja leikskóla sem taka mun til starfa á árinu 2028. Gert er ráð fyrir góðri aðstöðu í skólanum fyrir ung börn. 

Leikskólinn mun starfa í anda opins skóla með það meginmarkmið að skapa góða aðstöðu fyrir foreldra ungra barna til þess að læra af öðrum foreldrum og fagfólki um ýmislegt sem tengist þroska barna þeirra eins og umönnun, tilfinningatengsl, jákvætt uppeldi, hreyfingu og málþroska um leið og boðið er upp á sértæk úrræði og snemmtæka íhlutun fyrir fjölskyldur.  

Leikskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá leikskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Þar er lögð áhersla á að hvetja barnið til uppgötvunar og leiks og gera það að virkum þátttakanda í lýðræðissamfélagi.

Framkvæmdir

Hönnun á nýjum leikskóla skal taka mið af almennum markmiðum um leikskólastarf  samkvæmt menntastefnu Reykjavíkur og aðalnámskrá leikskóla frá 2011 ásamt markmiðum opins leikskóla.  

Fellahverfi hefur sérstöðu varðandi fjölda tví- og fjöltyngdra barna en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Mikil áhersla er á málörvun, máltöku og fjöltyngi. Einnig er áhersla á tónlist sem er undirstaða málþroska og styrkir sjálfsmynd barna. Einkenni skólastarfs í Fellahverfi er öflugt samstarfi leik- og grunnskóla og frístundar þar sem þróaðar hafa verið fjölbreyttar kennsluaðferðir.

Nýi leikskólinn við Völvufell er liður í verkefnaáætluninni Brúum bilið sem miðar að því að fjölga leikskólaplássum og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.