Stuðningur í leikskóla
Börn geta fengið sérstakan stuðning eða sérkennslu í leikskólum að undangengnu mati sérfræðinga eða greiningaraðila. Meginmarkmið sérkennslu er að tryggja jöfn réttindi barna í leikskólastarfinu, óháð líkamlegu og andlegu atgervi.
Skólaþjónusta
Felur í sér fjölbreytta ráðgjöf og stuðning við foreldra eða forsjáraðila, börn og starfsfólk leik- og grunnskóla í þeim tilgangi að mæta stuðningsþörfum barna.
Á barnið mitt rétt á sérkennslu og sérstökum stuðningi?
Börn sem vegna fötlunar, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika þurfa sérstaka aðstoð, eiga rétt á stuðningi í leikskólanum undir handleiðslu sérfræðinga.
Hvernig er sótt um þjónustuna?
Leikskólastjóri sækir um á skrifstofu skóla- og frístundasviðs. Athugið að öllum umsóknum verða að fylgja greinargerð leikskóla og/eða greiningarniðurstöður.
Sérhæfðir leikskólar
Leikskólarnir Múlaborg, Sólborg og Suðurborg sérhæfa sig í vinnu með fötluðum börnum. Frekari upplýsingar um sérhæfingu þeirra má finna á heimasíðum leikskólana. Einnig sinna þeir mikilvægu ráðgjafahlutverki við aðra leikskóla og hafa sérhæft sig í að þróa leiðir að sameiginlegu námi fatlaðra og ófatlaðra barna þannig að þörfum allra sé mætt.