Leikskóli í miðborg

Hönnun og útboði lokið

Njálsgata 89
101 Reykjavík

Leikskóli í miðborg

Um leikskólann

Nýr leikskóli mun rísa á Njálsgötureitnum fyrir aftan Austurbæjarbíó og mun hann rúma 205 börn á aldrinum 1 til 6 ára - og starfa í 6 deildum. Skólinn er að leysa tvær aðrar byggingar af hólmi og því er fjöldi áætlaðra nýrra plássa 87. Auk þess verður fjölskyldumiðstöð í byggingunni. Stærð leikskólalóðarinnar verður 1.320 m² auk um 620 m² leiksvæðis á þakgörðum á 2. og 3. hæð byggingarinnar.

Stefnt er að því að nýr Miðborgarleikskóli taki til starfa á árinu 2027. 

Leikskólastjóri hefur ekki verið ráðinn. 

Framkvæmdir

Nýr Miðborgarleikskóli er liður í verkefnaáætluninni Brúum bilið sem miðar að því að fjölga leikskólaplássum og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. 

Hægt verður að fylgjast með framkvæmdum í framkvæmdasjá borgarinnar. 

Leikskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá leikskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Þar er lögð áhersla á að hvetja barnið til uppgötvunar og leiks og gera það að virkum þátttakanda í lýðræðissamfélagi.

Strákar að perla