Jöklaborg

Leikskóli með ungbarnadeild

Jöklasel 4
109 Reykjavík

Sandkassi og leiktæki á lóð Jöklaborgar.

Um leikskólann

Opnunartími Jöklaborgar er frá 7:30 til 16:30

Leikskólinn Jöklaborg tók til starfa árið 1988. Hann er fimm deilda leikskóli fyrir 1-6 ára börn. Deildirnar heita Hlíð, Höll, Kot, Sel og Ból. Gert er ráð fyrir 118 börnum samtímis. 

Leikskólastjóri er Ásta Kristín Svavarsdóttir

 

Viltu vita meira?

Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. 

Hugmyndafræði

Gildi Jöklaborgar eru gleði, virðing og sköpun 

 

Hugmyndafræðilegar áherslur Jöklaborgar byggja á hugmyndum ýmissa fræðimanna og eru meginkenningar komnar frá Sergiovanni varðandi stjórnun leikskólans, Jean Piaget og John Dewey um hvernig börn tileinka sér þekkingu og nám, Urie Bronfenbrenner um gagnvirkt samspil einstaklingsins við umhverfi sitt, Beritar Bae og Tomas Gordon varðandi samskipti. 

Teikning af konu að kasta hlutum eins og sirkúslistamaður.

Leikskólastarf

Starfsáætlun

Hvað er framundan á Jöklaborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Jöklaborgar? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Leikskóladagatal

Hvenær eru starfsdagar á Jöklaborg? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira.

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi.

 

Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.

Miðstöð Jöklaborgar

Leikskólinn Jöklaborg tilheyrir Suðurmiðstöð. Suðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Breiðholti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta. 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. 

Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. 

Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Jöklaborgar er: Ósk Kristjánsdóttir

Framkvæmdir

Á árinu 2019 voru sett upp tvö færanleg hús við leikskólann sem rúma 30 börn í þremur elstu árgöngunum.

Sú stækkun var liður í framkvæmdaáætluninni Brúum bilið sem miðar að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Strákar að perla