Vinagerði

Leikskóli

Langagerði 1
108 Reykjavík

Blátt hús sem hýsir leikskólann Vinagerði

Um leikskólann

Opnunartími Vinagerðis er frá 07:45 til 16:30

Leikskólinn Vinagerði tók til starfa september 2006. Hann er staðsettur í gamalgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavik þar sem næsta umhverfi býður uppá fallegar og barnvænar gönguleiðir og leiksvæði. Í Vinagerði eru 60 börn á þremur deildum. Húsið er tveggja hæða og eru yngri deildirnar, Tröllagerði og Álfagerði á neðri hæðinni. Elsta deildin, Drekagerði er á efri hæð. Starfsmenn Vinagerðis eru 20. 

Leikskólastjóri er Harpa Ingvadóttir

 

Viltu vita meira?

Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. 

Hugmyndafræði

Gildi Vinagerðis eru gleði, hvatning og nærgætni

 

Vinagerði starfar í anda uppeldisstefnunnar Reggio Emilia en þar er litið svo á börn að sé hæf, megnug og skapandi en líka viðkvæm. Áhersla er lögð á skapandi starf, frjálsan leik og að umhverfi barnanna veki forvitni og vellíðan.

 

Markvisst er einnig unnið með umhverfismennt og að börn verði læs á umhverfi sitt. Í Vinagerði er að hefjast þriggja ára þróunarverkefni með innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. 

Leikskólastarf

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Vinagerði? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Leikskóladagatal

Hvenær eru starfsdagar á Vinagerði? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

 

Börn að mála hnött í bláum og grænum lit

Miðstöð Vinagerðis

Leikskólinn Vinagerði tilheyrir Norðurmiðstöð. Norðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Laugardal og Háaleiti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta. 

 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. 

Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. 

Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Vinagerðis er: Tímea Soós