Hof

Leikskóli

Gullteigur 19
105 Reykjavík

Börn að leik á lóð Hofs.

Um leikskólann

Opnunartími Gullteigs er frá 7:30 til 16:30

Leikskólinn Hof stendur við Gullteig í Reykjavík. Hann tók til starfa í júní 1996 og var upphaflega fjögurra deilda en er nú sex deilda leikskóli með 115 börnum sem dvelja yfir daginn. Deildirnar heita Gula-, Rauða-, Græna-, Bláa-, Hvíta- og Svartadeild. Laugardalurinn er í göngufæri við leikskólann ásamt Ásmundarsafni og mörgum opnum leiksvæðum sem mikið eru heimsótt af börnum og starfsmönnum. Kjörin aðstaða er fyrir útikennslu sem er stór þáttur í starfi leikskólans

Leikskólastjóri er Særún Ármannsdóttir

Aðstoðarleikskólastjóri er Stella Marteinsdóttir

 

Viltu vita meira?

Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. 

Hugmyndafræði

Virðing, gleði  og sköpun eru gildi Hofs

 

Jákvæð uppbyggileg samskipti og vinátta eru hornsteinar leikskólastarfsins á Hofi og teljum við að skólanámskrá verði til í samspili á milli barna og fullorðinna. Það eru orð bandaríska skólafræðingsins Johns Dewey (1859-1952) en leikskólinn sækir uppeldisstefnu sína í smiðju hans. Leikurinn er leiðarljós leikskólastarfsins á Hofi því að frjáls leikur er mikilvægasta náms- og þroskaleið barna og eðlilegasta tjáningarform þeirra.

Teikning af konu að kasta hlutum eins og sirkúslistamaður.

Leikskólastarf

Læsi í leikskólum

Með læsi er átt við þá hæfni að geta lesið, skilið, túlkað og unnið á gagnrýninn hátt með ritað mál, orð, tölur, myndir og tákn.

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi.

 

Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.

Barn við kastala með rennibrautum á lóð Hofs.

Miðstöð Hofs

Leikskólinn Hof tilheyrir Norðurmiðstöð. Norðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Laugardal og Háaleiti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.   

 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. 

Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. 

Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Hofs er: Lilja Björk Kristinsdóttir

Framkvæmdir

Nýrri deild hefur verið bætt við leikskólann og áformað er að reisa viðbyggingu við leikskólann sem rúma mun 50 börn. Stefnt er að því að starfsemi hefjist í því húsnæði á árinu 2025. Þessar framkvæmdir eru liður í framkvæmdaáætluninni Brúum bilið sem miðar að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. 

Athugið að áætlaðar dagsetningar um verklok geta breyst, þar sem þættir á borð við aðgengi að aðföngum, afleiðingar heimsfaraldurs og ófriðar á alþjóðavettvangi geta haft áhrif á framgang framkvæmda.  Ennfremur getur ráðningarstaða haft áhrif á tímasetningar varðandi inntöku barna.