Starfsþróun

Teikning af nemanda með pensla

Nýsköpunarmiðja menntamála (NýMið) veitir starfsstöðum SFS stuðning og ráðgjöf við innleiðingu menntastefnunnar, stuðlar að samstafi við háskóla um starfsþróun og veitir stuðning við þróun og nýsköpun. 1:1 námstæki er liður í innleiðingu menntastefnunnar.

Kennsluráðgjafar NýMið eru staðsettir í Mixtúru á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og þar er Búnaðarbankinn einnig til húsa. 

Hér að neðan finnur þú meðal annars vinnustofur sem í boði eru á misserinu.

Menntastefna Reykjavíkurborgar

Meginmarkmið Menntastefnu Reykjavíkurborgar er að öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.

Fræðsla eða vinnustofur

Starfsstaðir SFS geta óskað eftir fræðslu/vinnustofum frá ráðgjöfum Mixtúru fyrir stærri og minni hópa sem og einstaklinga. Vinnustofurnar eru útfærðar í samráði við starfsstaði. Hægt er að panta fræðslu, vinnustofur og ráðgjöf á mixtura@reykjavik.is.

Starfsþróun Mixtúru vor 2022

Mixtúra stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum og vinnustofum bæði í fjarkennslu sem og í Mixtúru. Nánari upplýsingar og skráning í fræðslu á vorönn 2022.

Búnaðarbankinn í Mixtúru

Í Búnaðarbanka skóla- og frístundasviðs (SFS) getur starfsfólk sviðsins fengið fjölbreytt náms- og kennslugögn að láni án endurgjalds.

Starfsþróun fyrri ára

Fræðslutilboð Mixtúru 2022

Google Admin stjórnborðið, fimmtudag 10. mars.

Forritun með Lego Spike Prime, fimmtudagana 17. og 31. mars.

Ferilbækur (e-portfolio) í Google skyggnum, fimmtudag 17. mars.

Google skólaumhverfið á iPad, fimmtudag 24. mars.

iMovie á iPad, mánudag 4. apríl.

Opið hús í Mixtúru, fimmtudag 7. apríl.

Þrívíddarhönnun með Tinkercad og LEGO, fimmtudag 7. apríl.

Hikmyndagerð með StopMotion Pro, mánudag 25. apríl.

Cricut fjölskerinn og endurnýting, mánudag 25. apríl.

Opið hús í Mixtúru, fimmtudag 5. maí.

Google skólaumhverfið

Google Skyggnur - 7. október

Hvenær: fimmtudagur 7. október kl. 14:30-16:00
Hvar: Fjarnámskeið í Meet - Skráðir þátttakendur fá sendan hlekk í tölvupósti. 
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Google skyggnur (e. Google Slides) er glæruforrit Google skólaumhverfisins. Það býður upp á mikla möguleika á samvinnu í tengslum við uppsetningu kynninga og rafbókagerð. Kynnt verður hvernig búa má til ýmis sniðmát. Unnið með texta, myndir, hljóðskrár og myndskeið í kynningu/rafbók og möguleg samvinnuverkefni kynnt. Auðvelt er að deila skjölum með öðrum og hægt að nálgast þau hvar sem er.

Námsgögn: Þátttakendur þurfa að hafa aðgang og vera innskráðir í Google Workspace kerfi Skóla- og frístundasviðs. Best er að nota Google Chrome vafra. Ef þátttakendur lenda í vandræðum með notendanöfn og/eða lykilorð skal hafa samband við UTR (411-1900 eða utr@reykjavik.is).

Kennarar:
Bjarndís Fjóla Jónsdóttir (bjarndis.fjola.jonsdottir@reykjavik.is)
Hildur Ásta Viggósdóttir (hildur.asta.viggosdottir@reykjavik.is)

Getting the most from your Chromebooks - 11. október

Hvenær: mánudagur 11. október kl. 14:30-16:00
Hvar: Fjarnámskeið í Meet - Tengill verður sendur út á skráða þátttakendur.      
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Lærðu að nýta Chromebókina sem best. Sérfræðingar frá AppsEvents kynna möguleika Chromebook í skólastarfi. Athugið að fræðslan mun fara fram á ensku.                                                        

Námsgögn:
Þátttakendur þurfa að hafa aðgang og vera innskráðir í Google Workspace kerfi skóla- og frístundasviðs. Best er að hafa aðgang að Chromebook tölvu svo fræðslan nýtist sem best. Ef þátttakendur lenda í vandræðum með notendanöfn og/eða lykilorð skal hafa samband við UTR (411-1900 eða utr@reykjavik.is).

Umsjón: Leiðbeinendur frá AppsEvents. Athugið að fræðslan fer fram á ensku. 

Designing and Creativity with Chromebooks - 18. október

Hvenær: fimmtudagur 18. október kl. 14:30-16:00
Hvar: Fjarnámskeið í Meet
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Lærðu að nýta Chromebókina sem best. Sérfræðingar frá AppsEvents kynna möguleika Chromebook í skólastarfi. Mismunandi áherslur á hverju námskeiði. Athugið að fræðslan mun fara fram á ensku

Námsgögn: Þátttakendur þurfa að hafa aðgang og vera innskráðir í Google Workspace kerfi Skóla- og frístundasviðs. Best er að hafa aðgangChromebook tölvu svo fræðslan nýtist sem best. Ef þátttakendur lenda í vandræðum með notendanöfn og/eða lykilorð skal hafa samband við UTR (411-1900 eða utr@reykjavik.is).

Umsjón: Leiðbeinendur frá AppEvents. Athugið að fræðslan fer fram á ensku

Google og Chrome viðbætur - 21. október

Hvenær: fimmtudagur 21. október kl. 14:30-16:00
Hvar: Fjarnámskeið í Meet - Skráðir þátttakendur fá tengil sendan.
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Farið yfir ferlið að sækja sér viðbót úr Chrome Web Store og Google viðbæturnar Translate, Dictionary, Keep og Docs Offline, Read Aloud - Text to Speech, Open Dyslexic og ScreenCastify sem hafa farið í gegnum áhættumat og teljast öruggar fyrir starfsfólk og nemendur í grunnskólum Reykjavíkur.

Námsgögn:
Þátttakendur þurfa að hafa aðgang og vera innskráðir í Google Workspace kerfi Skóla- og frístundasviðs. Best er að nota Google Chrome vafra. Ef þátttakendur lenda í vandræðum með notendanöfn og/eða lykilorð skal hafa samband við UTR (411-1900 eða utr@reykjavik.is)

Kennarar: Bjarndís Fjóla Jónsdóttir og Hildur Ásta Viggósdóttir

Explorative Learning opportunities with Chromebooks - 1. nóvember

Hvenær: mánudagur 1. nóvember kl. 14:30-16:00
Hvar: Fjarnámskeið í Meet - Skráðir þátttakendur fá sendan hlekk í tölvupósti. 
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Lærðu að nýta Chromebókina sem best. Sérfræðingar frá AppsEvents kynna möguleika Chromebook í skólastarfi. Mismunandi áherslur á hverju námskeiði. Athugið að fræðslan mun fara fram á ensku.

Námsgögn:
Þátttakendur þurfa að hafa aðgang og vera innskráðir í Google Workspace kerfi Skóla- og frístundasviðs. Best er að hafa aðgangChromebók tölvu svo fræðslan nýtist sem best. Ef þátttakendur lenda í vandræðum með notendanöfn og/eða lykilorð skal hafa samband við UTR (411-1900 eða utr@reykjavik.is).

Umsjón: Leiðbeinendur frá AppsEvents. Athugið að fræðslan fer fram á ensku

Using Google Workspace, Chromebooks and Cloud-based 3rd party tools to take learning anywhere - 15. nóv.

Hvenær: mánudagur 15. nóvember kl. 14:30-16:00
Hvar: Fjarnámskeið í Meet - Skráðir þátttakendur fá sendan hlekk í tölvupósti. 
Fyrir hvern: Starfsmenn SFS

Lýsing: 
Lærðu að nýta Chromebókina sem best. Sérfræðingar frá AppsEvents kynna möguleika Chromebook í skólastarfi. Mismunandi áherslur á hverju námskeiði. Athugið að fræðslan mun fara fram á ensku.

Námsgögn:
Þátttakendur þurfa að hafa aðgang og vera innskráðir í Google Workspace kerfi Skóla- og frístundasviðs. Best er að hafa aðgang að Chromebók tölvu svo fræðslan nýtist sem best. Ef þátttakendur lenda í vandræðum með notendanöfn og/eða lykilorð skal hafa samband við UTR (411-1900 eða utr@reykjavik.is).

Umsjón: Leiðbeinendur frá AppsEvents. Athugið að fræðslan fer fram á ensku

Matskvarðar og ritstuldarskýrslur í Google Classroom - 18. nóvember

Hvenær: fimmtudagur 18. nóvember kl. 14:30-16:00
Hvar: Fjarnámskeið í Meet - Skráðir þátttakendur fá sendan hlekk í tölvupósti. 
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Námskeiðið fjallar um uppsetningu, notkun og endurnýtingu matskvarða (e. Rubrics) í Google Classroom. Fjallað um endurgjöf með matskvörðum og tengingu við leiðsagnarmiðað nám. Einnig verður farið yfir ritstuldarskýrslur í Google Docs (e. Originality report) í gegnum Google Classroom kynnt. 

Eftir fræðslustundina munu þátttakendur:
-Vita hvernig kveikt er á ritstuldarskýrslu í Google Classroom. 
-Geti leiðbeint nemendum um nýtingu skýrslunnar til að ígrunda skrif sín og vinnulag.   

Námsgögn:
Þátttakendur þurfa að hafa aðgang og vera innskráðir í Google Workspace kerfi Skóla- og frístundasviðs. Ef þátttakendur lenda í vandræðum með notendanöfn og/eða lykilorð skal hafa samband við UTR (411-1900 eða utr@reykjavik.is). 

Kennari: Hildur Rudolfsdóttir.

Google eyðublöð (Forms) - 25. nóvember

Hvenær: fimmtudagur 25. nóvember kl. 14:30-16:00
Hvar: Fjarnámskeið í Meet - Skráðir þátttakendur fá sendan hlekk í tölvupósti. 
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Google eyðublöð (e. Google Forms) er forrit sem býður upp á prófagerð, spurningakannanir og gerð eyðublaða af ýmsu tagi. Þátttakendur mun læra að búa til eyðublöð, þekkja muninn á mismunandi tegundum spurninga og hvernig uppsetning getur haft áhrif á svarendur. Einnig verður farið yfir helstu stillingar Google eyðublaða í Google Workspace skólaumhverfi SFS.                                            

Námsgögn:
Þátttakendur þurfa að hafa aðgang og vera innskráðir í Google Workspace kerfi Skóla- og frístundasviðs. Best er að nota Google Chrome vafra. Ef þátttakendur lenda í vandræðum með notendanöfn og/eða lykilorð skal hafa samband við UTR (411-1900 eða utr@reykjavik.is).

Umsjón: Bryngeir Valdimarsson

Sköpun

StopMotion og Doink í iPad - 18. október

Hvenær: mánudagur 18. október kl. 10:30-12:00 og kl. 14:30-16:00
Hvar: Mixtúra, Álfabakka 12, 2. hæð
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Kennt verður á smáforritin StopMotion Pro og DoInk sem bjóða upp á skemmtilegar leiðir í kvikmyndagerð, klippingu og notkun "green screen" með börnum og ungmennum. 

Kennari: Erla Stefánsdóttir 

Raftextíll með yngri nemendum - 21. október

Hvenær: fimmtudagur 21. október kl. 10:30-12:00 og kl. 14:30-16:00
Hvar: Mixtúra, Álfabakka 12, 2. hæð
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Unnið verður með einfaldar rafrásir og LED ljós í textíl og áhugaverð verkefni kynnt þar sem unnið er með textíl og rafleiðni sem hentar yngra stigi grunnskólans. Raftextíll sameinar textíl og rafleiðni t.d. með ljósi eða hljóði. Þátttakendur læra undirstöðu atriðin og hvernig hægt er að tengja LED ljós við rafhlöður með leiðandi saumþræði. Út frá því munu þátttakendur hanna og sauma ljós í textílverkefni. 

Umsjón: Alexía Rós Gylfadóttir

Cricut fjölskerinn og endurunnið efni - 8. nóvember

Hvenær: fimmtudagur 8. nóvember kl. 10:30-12:00 og kl. 14:30-16:00
Hvar: Mixtúra, Álfabakka 12, 2. hæð
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Cricut fjölskerinn getur skorið út í fjölbreyttan efnivið og hentar vel í skapandi vinnu í skólastarfi. Farið verður yfir hvernig hægt er að nýta endurunnin efnivið eins og pappaumbúðir, mjólkurfernur, afgangs efnisbúta og fleira. Þátttakendur læra á tæknina og vinna skapandi verkefni á námskeiðinu.  

Umsjón: Alexía Rós Gylfadóttir

iMovie í iPad - 15. nóvember

Hvenær: mánudagur 15. nóvember kl. 10:30-12:00 og kl. 14:30-16:00
Hvar: Mixtúra, Álfabakka 12, 2. hæð
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Kennt verður ítarlega á kvikmynda- og klippiforritið iMovie á iPad. Einnig verðir farið yfir auðveldar leiðir til að nota iMovie í upptökur fyrir "green screen".

Kennari: Erla Stefánsdóttir

Adobe Premiere Pro - 18. nóvember

Hvenær: fimmtudagur 18. nóvember kl. 10:30-12:00 og kl. 14:30-16:00
Hvar: Mixtúra, Álfabakka 12, 2. hæð 
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Vinnustofan er ætlað þeim sem eru að byrja að nota klippiforritið Adobe Premiere Pro. Farið verður yfir helstu undirstöðuatriði við klippingu myndskeiðs. 

Námsgögn:
Nauðsynlegt er að þátttakendur komi með fartölvu með uppsettu Adobe Premiere Pro forriti.

Kennari: Erla Stefánsdóttir

Raftextíll og miðstig/unglingastig - 22. nóvember

Hvenær: mánudagur 22. nóvember kl. 10:30-12:00 og kl. 14:30-16:00
Hvar: Mixtúra, Álfabakka 12, 2. hæð
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Unnið verður með einfaldar rafrásir og LED ljós í textíl og áhugaverð verkefni kynnt þar sem unnið er með textíl og rafleiðni sem hentar í vinnu með eldri börnum og ungmennum. Raftextíll sameinar textíl og rafleiðni t.d. með ljósi eða hljóði. Þátttakendur læra undirstöðu atriðin og hvernig er hægt að tengja LED ljós við rafhlöður með leiðandi saumþræði. Út frá því munu þátttakendur hanna og sauma ljós í textílverkefni. 

Umsjón: Alexía Rós Gylfadóttir

Mix

Opið hús í Mixtúru á nýjum stað í Mjódd - 30. september

Hvenær: fimmtudagur 30. september kl. 10:00-12:00 og kl. 14:00-16:00
Hvar: Mixtúra, Álfabakka 12, 2. hæð
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Komdu og skoðaðu nýtt húsnæði Mixtúru 2. hæð, Álfabakka 12 (Mjóddin). Í opnu húsi í Mixtúru er hægt að kynnast aðstöðu, búnaði og möguleikum búnaðarbanka SFS og sköpunar- og tæknivers (snillismiðju).

Opið hús í Mixtúru - undirbúningur Hrekkjavöku - 14. október

Hvenær: fimmtudagur 14. október kl. 10:00-12:00 og kl. 14:30-16:00
Hvar: Mixtúra, Álfabakka 12, 2. hæð 
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Í opnu húsi í Mixtúru gefst starfsfólki tækifæri til að kynnast aðstöðu, búnaði og möguleikum sköpunar- og tækniversins (snillismiðjunni) og búnaðarbanka SFS. Hægt er að koma og vinna sjálfstætt með tækjabúnaðinn sem er í boði í Mixtúru á eigin forsendum eða fá ráð og aðstoð frá verkefnastjóra skapandi tækni.
Á hverju opnu húsi verða mismunandi þemu og er áhersla dagsins á undirbúning hrekkjavöku.  Verkefni tengd þemanu verða í boði fyrir gesti.

Umsjón: Alexía Rós Gylfadóttir 

Opið hús í Mixtúru - Hrekkjavaka - 28. október

Hvenær: fimmtudagur 28. október kl. 10:00-12:00 og kl. 14:00-16:00
Hvar: Mixtúra, Álfabakka 12, 2. hæð 
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Í opnu húsi í Mixtúru gefst starfsfólki tækifæri til að kynnast aðstöðu, búnaði og möguleikum sköpunar- og tækniversins (snillismiðjunni) og búnaðarbanka SFS. Hægt er að koma og vinna sjálfstætt með tækjabúnaðinn sem er í boði í Mixtúru á eigin forsendum eða fá ráð og aðstoð frá verkefnastjóra skapandi tækni. 
Á hverju opnu húsi verða mismunandi þemu og er áhersla dagsins á hrekkjavöku. Verkefni tengd þemanu verða í boði fyrir gesti.

Umsjón: Alexía Rós Gylfadóttir.

Opið hús í Mixtúru - Hrekkjavaka - 28. október

Hvenær: fimmtudagur 28. október kl. 10:00-12:00 og kl. 14:00-16:00
Hvar: Mixtúra, Álfabakka 12, 2. hæð
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Í opnu húsi í Mixtúru gefst starfsfólki tækifæri til að kynnast aðstöðu, búnaði og möguleikum sköpunar- og tækniversins (snillismiðjunni) og búnaðarbanka SFS. Hægt er að koma og vinna sjálfstætt með tækjabúnaðinn sem er í boði í Mixtúru á eigin forsendum eða fá ráð og aðstoð frá verkefnastjóra skapandi tækni. 

Á hverju opnu húsi verða mismunandi þemu og er áhersla dagsins á hrekkjavöku. Verkefni tengd þemanu verða í boði fyrir gesti.

Umsjón: Alexía Rós Gylfadóttir

Opið hús í Mixtúru í Mjódd - Sköpun á aðventunni - 11. nóvember

Hvenær: fimmtudagur 11. nóvember kl. 10:00-12:00 og kl. 14:00-16:00
Hvar: Mixtúra, Álfabakka 12, 2. Hæð 
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Í opnu húsi í Mixtúru gefst starfsfólki tækifæri til að kynnast aðstöðu, búnaði og möguleikum sköpunar- og tækniversins (snillismiðjunni) og búnaðarbanka SFS. Hægt er að koma og vinna sjálfstætt með tækjabúnaðinn sem er í boði í Mixtúru á eigin forsendum eða fá ráð og aðstoð frá verkefnastjóra skapandi tækni. 

Á hverju opnu húsi verða mismunandi þemu og er áhersla dagsins á sköpun á aðventunni og verða verkefni tengd þemanu í boði fyrir gesti.

Umsjón: Alexía Rós Gylfadóttir

Stuðningur

Widgit Online - 4. nóvember

Hvenær: fimmtudagur 4. nóvember kl. 14:30-16:00
Hvar: Fjarnámskeið í Meet - Skráðir þátttakendur fá sendan hlekk í tölvupósti. 
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Námskeiðinu er ætlað að efla þekkingu kennara á möguleikum Widgit Online sem er veflægt forrit til að útbúa sjónræn verkefni, dagskipulag, leiðbeiningar, verkefni og spil fyrir nemendur með fjölbreyttar þarfir. Möguleikar til að deila efni á einfaldan hátt, spara vinnu og byggja upp hagnýta gagnabanka verða kynntir.

Mælt er með því að kennarar hafi vinnutæki/tölvu eða iPad á námskeiðinu með forritinu uppsettu. Starfsfólk skóla- og frístundasviðs geta óskað eftir aðgangi að hugbúnaðinum með því að senda tölvupóst á bjarndis.fjola.jonsdottir@reykjavik.is.

Umsjón: Hanna Guðrún Pétursdóttir, þroskaþjálfi í Bergi einhverfudeild Setbergsskóla.

Kami - fræðslustund - 29. nóvember

Hvenær: fimmtudagur 29. nóvember kl. 14:30-16:00
Hvar: Fjarnámskeið í Meet - Skráðir þátttakendur fá sendan hlekk í tölvupósti. 
Fyrir hvern: Starfsfólk SFS

Lýsing: 
Kami er stafrænt námsumhverfi sem hægt er að tengja við Google Drive og býður upp á fjölbreytta möguleika fyrir nemendur. Fyrstu skrefin í notkun Kami kynnt og hvernig nemendur geta nálgast námið á ólíkan hátt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Meðal annars verður kynnt möguleikinn "Split and merge" kynntur en það er tól sem kennarar nýta við aðlögun námsefnis.

Umsjón: Bjarndís Fjóla Jónsdóttir og Hildur Ásta Viggósdóttir