Starfsþróun

Teikning af nemanda með pensla

Nýsköpunarmiðja menntamála (NýMið) og Mixtúra veita starfsstöðum SFS stuðning og ráðgjöf við innleiðingu menntastefnunnar, stuðla að samstarfi við háskóla um starfsþróun og veita stuðning við þróun og nýsköpun. 1:1 námstæki er liður í innleiðingu menntastefnunnar.

Kennsluráðgjafar Mixtúru eru staðsettir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og þar er Búnaðarbankinn einnig til húsa. 

Menntastefna Reykjavíkurborgar

Meginmarkmið Menntastefnu Reykjavíkurborgar er að öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.

Í Búnaðarbanka skóla- og frístundasviðs (SFS) getur starfsfólk sviðsins fengið fjölbreytt náms- og kennslugögn að láni án endurgjalds. 

Fræðsla eða vinnustofur

Mixtúra býður upp á skipulagða fræðsluviðburði. Starfsstaðir SFS geta einnig óskað eftir fræðslu/vinnustofum frá ráðgjöfum Mixtúru fyrir stærri og minni hópa sem og einstaklinga. Vinnustofurnar eru útfærðar í samráði við starfsstaði. Hægt er að panta fræðslu, vinnustofur og ráðgjöf á mixtura@reykjavik.is.

Starfsþróun fyrri ára

Hægt er að óska eftir fræðslu sem ekki er á dagskrá á vorönn 2023, sendið fyrirspurn á mixtura@reykjavik.is.