Starfsþróun

Nýsköpunarmiðja menntamála (NýMið) og Mixtúra veita starfsstöðum SFS stuðning og ráðgjöf við innleiðingu menntastefnunnar, stuðla að samstarfi við háskóla um starfsþróun og veita stuðning við þróun og nýsköpun. 1:1 námstæki er liður í innleiðingu menntastefnunnar.

Kennsluráðgjafar Mixtúru eru staðsettir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og þar er Búnaðarbankinn einnig til húsa. 

Menntastefna Reykjavíkurborgar

Meginmarkmið Menntastefnu Reykjavíkurborgar er að öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.

Starfsþróun og stuðningur

Starfsþróun Mixtúru - stafræn tækni í skólastarfi

Mixtúra býður upp á skipulagða fræðsluviðburði. Starfsstaðir SFS geta einnig óskað eftir fræðslu/vinnustofum frá ráðgjöfum Mixtúru fyrir stærri og minni hópa sem og einstaklinga. Vinnustofurnar eru útfærðar í samráði við starfsstaði. Hægt er að panta fræðslu, vinnustofur og ráðgjöf á mixtura@reykjavik.is.

Í Búnaðarbanka skóla- og frístundasviðs (SFS) getur starfsfólk sviðsins fengið fjölbreytt náms- og kennslugögn að láni án endurgjalds. 

Starfsþróun fyrri ára hjá Mixtúru

Hægt er að óska eftir fræðslu sem ekki er á dagskrá á vorönn 2023, sendið fyrirspurn á mixtura@reykjavik.is.