Ráðgjöf fyrir fatlað fólk og aðstandendur

Fatlað fólk getur mætt allskonar hindrunum í daglegu lífi. Ráðgjöf fyrir fatlað fólk felur í sér persónulegan stuðning og leiðsögn fyrir einstaklinga. Markmið ráðgjafarinnar er að aðstoð fólk að þekkja þá þjónustu sem er í boði og aðstoða það við að lifa sjálfstæðu og virku lífi.

Hvernig sæki ég um ráðgjöf?

Þú getur bókað viðtal við ráðgjafa. Hann hefur samband og veitir ráðgjöf og leiðsögn um málefni fatlaðs fólks. Ef þú ert í þörf fyrir meiri ráðgjöf eða stuðning er þér beint áfram í viðtal hjá ráðgjafa á miðstöð í þínu hverfi. Aðstandendur geta líka bókað viðtal við ráðgjafa.

Á ég rétt á ráðgjöf?

Allt fatlað fólk 18 ára og eldra sem á lögheimili í Reykjavík getur fengið fría ráðgjöf. Fatlað fólk er fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir, geðfötlun, hreyfihömlun eða sjón- og heyrnarskerðingu. Fólk getur líka verið fatlað vegna langvarandi veikinda eða slysa.

Hvernig ráðgjöf er í boði?

Ráðgjöfin tengist t.d. réttindum, atvinnu og virkni, velferðartækni, sjálfstæðri búsetu og umsóknum um þjónustu sem hentar þörfum íbúa. Ráðgjöfin er veitt á miðstöðvum, í gegnum síma, inni á heimilum og utan þeirra.

 

Hvar fæ ég frekari upplýsingar?

Félagsleg ráðgjöf er veitt á grundvelli eftirfarandi laga: