Styrkir til náms og verkfæra- og tækjakaupa

Teikning af Græna planinu

Fatlað fólk getur átt rétt á styrkjum, annars vegar til að greiða námskostnað og hins vegar til að kaupa verkfæri eða tæki, til dæmis tölvubúnað. Markmið styrkjanna er að auka þátttöku fatlaðs fólks í félagslífi og atvinnu með því að auðvelda því að afla sér menntunar, færni og reynslu.  

Get ég sótt um styrk?  

Til að eiga rétt á styrkjunum þarft þú að uppfylla eftirfarandi skilyrði:  

  • Eiga lögheimili í Reykjavík. 
  • Vera metinn með varanlega 75% örorku. 
  • Vera með staðfesta fötlunargreiningu. 
  • Vera í þörf fyrir hæfingu, endurhæfingu eða starfsendurhæfingu. 
  • Vera orðinn 18 ára.

Hvaða gögnum þarf ég að skila inn?

Fylgigögn með umsókn um styrk til náms

  • Kvittun fyrir kostnaði vegna námskeiðs- eða skólagjalda eða kostnaði við námsgögn.

Fylgigögn með umsókn um styrk til verkfæra- og tækjakaupa

  • Kvittun fyrir verkfæra- og tækjakaupum.

Hvað gerist næst?

Umsóknir eru afgreiddar einu sinni á ári í október. Ef umsókn er samþykkt færð þú greiddan styrk inn á reikningsnúmer sem þú gefur upp við útfyllingu umsóknar. Samþykktur styrkur til umsækjanda getur verið að hámarki 60.000 kr. á ári.

Ef umsókn er synjað og þú telur sérstakar málefnalegar ástæður liggja fyrir því að veita skuli þér undanþágu frá reglum getur þú sent inn beiðni um áfrýjun til áfrýjunarnefndar velferðarráðs.

 

Hvar fæ ég frekari upplýsingar?

Styrkir til náms og verkfæra- og tækjakaupa eru veittir á grundvelli eftirfarandi laga og reglna: 

Starfsfólk þjónustumiðstöðva velferðarsviðs veitir frekari upplýsingar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa. Einnig er hægt að hringja í þjónustuver Reykjavíkurborgar í s: 4 11 11 11 eða senda tölvupóst í upplysingar@reykjavik.is.