English translation
Hi! The English site is only a beta for now and still has many errors (especially in names and locations).
We are working hard to fix them and making more content available than ever before so expect constant updates.
Preschool
Safamyri 30
108 Reykjavik
Leikskólinn Álftaborg hefur verið starfræktur síðan í janúar 1968 og telst því til elstu leikskóla Reykjavíkurborgar. Nýtt húsnæði leikskólans var formlega tekið í notkun í nóvember 2007 og er starfsfólk 27 talsins. Á leikskólanum Álftaborg dvelja 82 börn samtímis sem skiptast niður á fjórar deildir. Lækjahvammur og Merkisteinn tilheyra yngstu börnunum en Seljaland og Hlíðarhvammur þeim eldri.
Leikskólastjóri er Anna Hjördís Ágústsdóttir
Viltu vita meira um Álftaborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið.
Umhyggja, gleði og virðing eru gildi Álftaborgar
Hugmyndafræði Álftaborgar styðst m.a. við kenningar fræðimannanna Loris Malaguzzi, John Dewey, Howard Gardner og Daniel Goleman. Þeir leggja allir áherslu á að leikskólinn eigi að veita hverju barni tækifæri til að tjá hugsanir sínar og skoðanir þannig að það sé við stjórnvölinn í eigin lífi og axli ábyrgð á gjörðum sínum. Einnig að það sýni samhygð, skilji umhverfi sitt og bregðist við á lýðræðislegan hátt með því að taka þátt í mismunandi samskiptum og ákvörðunum.
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Álftaborgar? Í skólanámskrá Álftaborgar finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi.
Hvað er framundan á Álftaborg? Í starfsáætlun Álftaborgar finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.
Leikskólinn Álftaborg tilheyrir Norðurmiðstöð. Norðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Laugardal og Háaleiti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.