Drafnarsteinn

Leikskóli með ungbarnadeild

Drafnarstígur 4 / Seljavegur 12
101 Reykjavík

Leiktæki á lóð Drafnarsteins.

Um leikskólann

Opnunartími Drafnarsteins er frá 7:45 til 16:30

Árið 2011 voru leikskólarnir Drafnarborg og Dvergasteinn sameinaðir í einn rekstur og undir eina stjórn. Leikskólinn er því sex deilda í þremur húsum. Haustið 2019 voru húsin svo aldursskipt á þann hátt að í Drafnarborg eru 1-3 ára börn og í Dvergasteini 3-6 ára börn. Deildirnar heita: Hlíð, Hóll, Ljúflingsholt, Hulduhólar, Álfheimar og Trölladyngja.

Leikskólastjóri er Halldóra Guðmundsdóttir

 

Leikskólinn Drafnarsteinn

Viltu vita meira um Drafnarstein? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

Hugmyndafræði

Gildi Drafnarsteins eru samskipti, vinátta og virðing

 

Í starfi leikskólans leggjum við áherslu á að byggja upp frjótt og skapandi umhverfi þar sem börn fái notið sín og þau hafi möguleika á að læra af eigin reynslu og um­hverfi þar sem áhugi þeirra og at­hafna­þörf eru virkjuð. Við styðjumst við verk­efnið 'Ótrú­leg eru ævintýrin' eftir Sig­ríði J. Þóris­dóttur en það er byggt á hug­mynd­a­f­ræði McCracken um 'heildstætt nám'. Þessi hugmyndafræði er nýtt sem grundvöllur í öllu okkar náms- og starfsumhverfi. 

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf á Drafnarsteini? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Starfsáætlun fyrir námsárið 2022-2023 er í vinnslu

Hvað er framundan á Drafnarsteini? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Leikskóladagatal

Hér má finna leikskóladagatal Drafnarsteins. Í leikskóladagatali eru upplýsingar um starfsdaga og fleira sem gott er að vita fyrir foreldra og forsjáraðila.  

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Miðstöð Drafnarsteins

Leikskólinn Drafnarsteinn tilheyrir Vesturmiðstöð. Vesturmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.   

 

Myndir frá Drafnarsteini