Borg

Leikskóli

Maríubakki 1 / Fálkabakki 9
109 Reykjavík

Börn að leik á útileiksvæði leikskólans Borg / Arnarborg.

Um leikskólann

Opnunartími Borgar er frá 7:30 til 16:30

Leikskólinn Borg er starfræktur á tveimur starfstöðvum sem bera gömlu heiti leikskólanna, Arnarborg sem stendur við Maríubakka og Fálkaborg sem stendur við Fálkabakka. Þrjár deildir eru á hvorri starfstöð um sig. Aldur barnanna er frá eins til sex ára og gert er ráð fyrir 110 börnum. 

Leikskólastjóri er Linda R. Traustadóttir

Símanúmer deilda:

  • Skrifstofa Fálkahús: 626-3555
  • Skrifstofa Arnarhús: 626-3464

 

Leikskólinn Borg

Viltu vita meira um Borg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

Hugmyndafræði

Gildi Borgar eru virðing, ábyrgð og umhyggja

 

Í Borg er lögð áhersla á að leikur er námsleið barna og þau læra í gegnum leik. Borg vinnur eftir nýrri Menntastefnu Reykjavíkurborgar - Látum draumana rætast og leggur höfuðáherslu á að vinna með félagsfærni og sjálfseflingu. Leikurinn er starf og vinna barnanna og því nauðsynlegt að þau fái að upplifa hluti og atburði að eigin raun. Hann er tjáning þeirra og um leið undirbúningur fyrir fullorðinsárin. Því er lögð áhersla á að í gegnum leikinn öðlist börnin færni í félagstengslum, að setja sig í spor annarra, sjálfstæðri hugsun og frumkvæði. 

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Skólanámskrá er í vinnslu

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Borgar? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Hvað er framundan á Borg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Börn að róla sér á leikskólanum Borg

Miðstöð Borgar

Leikskólinn Borg tilheyrir Suðurmiðstöð. Suðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Breiðholti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta. 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna  hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið skólans.

Tengiliður Borgar er: Sandra Dögg Vignisdóttir

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​
 

Myndir frá Borg