Berg

Leikskóli

Kollagrund 6
116 Reykjavík

Leikskólinn Berg og leiktæki á lóðinni.

Um leikskólann

Opnunartími Bergs er 7:30 til 16:30

Leikskólinn Berg er staðsettur rétt neðan við Kléberg á Kjalarnesi. Hann er lítill og heimilislegur leikskóli þar sem meðal annars er stutt í fjöruna, mikil fjallasýn og fjölskrúðugt fuglalíf. Á Bergi eru tvær deildir sem heita Dvergasteinn (1-2 ára) og Álfasteinn (3-6 ára). 

Leikskólastjóri er Sigrún Anna Ólafsdóttir

 

Leikskólinn Berg

Viltu vita meira um Berg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

Hugmyndafræði

Leiðarljós Bergs eru leikur, samvinna og virðing

 

Lögð er áhersla á umhverfismennt og útinám, ásamt auðugu málumhverfi. Út frá staðsetningu og upplifun á umhverfinu leggjum við áherslu á að endurspegla kyrrðina og notalegheitin sem eru allt í kring. Við viljum hafa rólegt og heimilislegt andrúmsloft, þannig að öllum finnist notalegt að koma til okkar, hvort sem er í lengri eða skemmri tíma. 

Leikskólastarf

Starfsáætlun

Hvað er framundan á Bergi? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Leikskóladagatal

Hér má finna leikskóladagatal Bergs. Í leikskóladagatali eru upplýsingar um starfsdaga og fleira sem gott er að vita fyrir foreldra og forsjáraðila.   

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Miðstöð Bergs

Leikskólinn Berg tilheyrir Austurmiðstöð. Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.   

 

Myndir frá Bergi