Austurborg

Leikskóli

Háaleitisbraut 70
103 Reykjavík

Yfirlitsmynd yfir leiksvæðið á leikskólanum Austurborg

Um Austurborg

Opnunartími Austurborgar er frá 07:30 til 16:30.

Leikskólinn Austurborg tók til starfa 1. júlí 1974 við Háaleitisbraut. Þar er gott útisvæði sem nýtist vel fyrir leiki og ýmiskonar útileikföng eins og hjól og snjóþotur. Leikskólinn er miðsvæðis, staðsettur nálægt helstu samgönguæðum borgarinnar og því auðvelt að ferðast með börnin um borgina. Fjórar deildir eru á leikskólanum þar sem pláss er fyrir 94 börn á aldrinum 18 mánaða til sex ára. Starfsfólk er 30 talsins. Yngri börnin eru á Putalandi og Bangsalandi en eldri börnin á Ólátagarði og Kattholti.

Leikskólastjóri er Hrafnhildur Konný Hákonardóttir.

 

Viltu vita meira?

Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. 

Hugmyndafræði

Vil, get, kann eru einkunnarorð Austurborgar

 

Leikskólinn starfar i anda Reggio Emilia þar sem skapandi starf er í forgrunni ásamt því að nota kennsluaðferðina Leikur að læra. 

 

Börnum á aldrinum tveggja til tíu ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun á skipulagðan, líflegan og árangursríkan hátt. 

 

Lögð er áhersla á uppgötvunarnám út frá skapandi starfi svo sem tónlist, myndlist, leikrænni tjáningu og skapandi hugsun.

Teikning af tveimur krökkum sem sitja á gólfi og lesa.

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Austurborgar? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Hvað er framundan á Austurborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Leikskóladagatal

Hvenær eru starfsdagar á Austurborg? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira.

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn.

 

Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi.

 

Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Börn að leik á útisvæði leikskólans Austurborgar

Miðstöð Austurborgar

Leikskólinn Austurborg tilheyrir Norðurmiðstöð. Norðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Laugardal og Háaleiti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta. 

 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum.

Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana.

Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliðir Austurborgar eru: Bylgja Rós Rúnarsdóttir og Ásta Ragnheiður Hafstein