Metaðsókn á Safnanótt 2025

Danshópurinn Forward var með atriði í Listasafni Reykjavíkur á Safnanótt

Safnanótt í ár tókst einstaklega vel en hátt 20 þúsund manns sóttu viðburði á yfir 40 söfnum á öllu höfuðborgarsvæðinu. 

Eitt af markmiðum Safnanætur er að kynna menningarstofnanir á höfuðborgarsvæðinu og veita gestum nýja sýn á söfnin sér að kostnaðarlausu. 

Lögð var áhersla á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og boðið upp á opnanir á nýjum sýningum og leiðsagnir, danssýningar, tónlist og föndursmiðjur sem ætlaðar voru fólki á öllum aldri. 

Safnafólki fannst það hafa gengið vel og yngra fólk mun sýnilegra nú en vanalega.

Takk fyrir komuna á Safnanótt og sjáumst hress 2026!