Vetrarhátíð - Um hátíðina

Um hátíðina

Vetrarhátíð verður haldin dagana 6.–9. febrúar 2025 og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samstendur af Safnanótt, Sundlauganótt og ljósaslóð ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni.

Frítt er inn á alla viðburði á Vetrarhátíð.

Safnanótt

Á Safnanótt þann 7. febrúar opna fjölmörg söfn á öllu höfuðborgarsvæðinu dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 18:00 til 23.00. Lögð verður áhersla á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og að veita gestum nýja sýn á söfnin. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta notið Safnanætur fram eftir kvöldi sér að kostnaðarlausu. 

Sundlauganótt

Sundlauganótt verður haldin laugardaginn 8. febrúar 2025 en þá verður frítt í sund frá klukkan 17:00 til 23.00 í Laugardalslaug.

Gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri. Svakalegar sirkuslistir, Bakkasöngur með Tómasi Helga trúbador og Plötusnúðurinn DJ Fusion Groove.

Í fyrsta sinn verður boðið upp á dagskrá á Ylströndinni á Sundlauganótt. Boðið verður upp á Hvalatjill, tónlist og fleira. 

Ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi og eru gestir hvattir til að slaka á og njóta stundarinnar.

Ljósaslóð

Ljósaslóð Vetrarhátíðar verður í lykilhlutverki en það er gönguleið frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og á Austurvöll, sem er vörðuð með 18 ljóslistaverkum. Listaverk á ljósaslóðinni eru bæði eftir innlenda og erlenda listamenn. 

Þessi ljóslistaverk munu lýsa upp miðbæinn frá klukkan 18:30 til 22:30 alla daga Vetrarhátíðar. Upplifðu listaverk utandyra á þínum eigin hraða. 

Verkefnastjórar:

  • Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri viðburða 
  • Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða 
  • Aðalheiður Sveinsdóttir, verkefnastjóri viðburða

App um útilistaverk í Reykjavík

Listasafn Reykjavíkur býður upp á app um útilistaverk í Reykjavík. Á einfaldan og skemmtilegan hátt má fræðast um öll útilistaverk sem Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með í borgarlandinu, ásamt fleiri verkum, hlusta á hljóðleiðsagnir og fara í skemmtilega leiki. 

Appinu má hlaða niður endurgjaldslaust í snjalltæki, bæði fyrir iOS og Android stýrikerfi. Appið er bæði á íslensku (Útilistaverk í Reykjavík) og ensku (Reykjavík Art Walk), allt eftir stillingu snjalltækisins. Appið hentar bæði fyrir börn og fullorðna. Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með um tvö hundruð útlistaverkum í borginni og með appinu er hægt að nálgast upplýsingar um verkin.