Tilraunaborgir

mynd af grænni borg

Tilraunaborgir (e. Pilot Cities project) er rannsóknar- og nýsköpunarverkefni. Verkefnið snýr að venjum og hindrunum íbúa höfuðborgarsvæðisins í samgöngum og flokkun úrgangs. Markmiðið er að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið Reykjavíkurborgar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2030. 

Viltu hafa áhrif? Taktu þátt í könnun

Reykjavíkurborg óskar eftir þátttöku í spurningakönnun sem er hluti af rannsókn sem snýr að venjum og hindrunum íbúa höfuðborgarsvæðisins í samgöngum og flokkun úrgangs.

 

Tveir heppnir þátttakendur eiga færi á að vinna gjafabréf að verðmæti 25.000 kr. 

 

Spurningakönnun er aðgengileg á íslensku, ensku og pólsku. 

Kona gengur með hundinn sinn upp regnbogann á Skólavörðustíg.

Þrætt í gegnum þrengslin

Vegsamgöngur er stærsti losunarflokkur gróðurhúsalofttegunda í borginni og nam 44% af heildarlosun árið 2023. Þriðji stærsti losunarflokkurinn er vegna úrgangs eða um 10% af heildarlosun. Verkefnið snýst um að prófa og innleiða aðferðir, lausnir og þjónustu sem hvetja til grænna ferðamáta og aukinnar úrgangsflokkunar með það að leiðarljósi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

""

Verkefnið

  • Um er að ræða samstarfsverkefni milli Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands.
  • Verið er að rannsaka heildstætt ferðavenjur og úrgangsmál íbúa og fyrirtækja í Reykjavík.
  • Verkefnið er að fullu fjármagnað með styrk sem Reykjavíkurborg fékk úthlutað vegna þátttöku í 112 borga Evrópusamstarfi. 
  • Verkefnið fór af stað í september 2024 og stendur yfir til ársins 2026. 

 

Tenging við loftslagsborgasamninginn

Reykjavík var valin meðal 112 loftslagsborga til þátttöku í Evrópusamstarfi um að verða kolefnishlutlaus árið 2030. Hluti af þessu verkefni var gerð loftslagssamnings, þar sem ýmsir aðilar í íslensku samfélagi komu saman um hvernig ætti að ná þessu nýja verkefni.

Undirbúningur loftslagborgasamningsins hófst haustið 2022 en samningurinn var formlega undirritaður 7. október 2024. Með samningnum var gerð aðgerðaáætlun þar sem tilgreindar eru aðgerðir með því markmiði að gera Reykjavíkurborg kolefnishlutlausa fyrir árið 2030 og þar með flýta fyrir kolefnishlutleysi sem áður var fyrir árið 2040. Samningurinn gerir borginni kleift að sækja um styrki sem styðja við markmið um loftslagshlutleysi (e. climate-neutrality).

Tengiliður

Umsjón með verkefninu er hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar á skrifstofu loftslagsmála sem heyrir undir sviðsstjóra.  

 

 

Tengiliður hjá Reykjavíkurborg:

Ásdís Karen Waltersdóttir 

netfang: loftslagsborgin@reykjavik.is