Skráningardagar í leikskóla

Á skráningardögum er vistun valkvæð og leikskólagjöld felld niður fyrir þá daga sem barnið er í fríi. Ef óskað er eftir vistun fyrir barn á þessum dögum þarf að skrá það sérstaklega og greiða fyrir þá daga. Almenna reglan er sú að skráningardagar fylgi frídögum grunnskóla borgarinnar í kringum páska, vetrarfrí og jól. 

 

Tímabil skráningardaga

Í október – á sama tíma og vetrarfrí grunnskóla 

Í desember – á milli jóla og nýárs 

Í febrúar – á sama tíma og vetrarfrí grunnskóla  

Í mars/apríl – í dymbilviku / dagana í vikunni fyrir páska  

Teikning af fatahengi á leikskóla.

Hvernig virkar skráningin?

  • Skráning er fyrir hvert tímabil fyrir sig. 
  • Skráning opnar fjórum vikum áður en tímabil hefst og stendur yfir í tvær vikur. 
  • Hægt er að skrá barn í vistun staka daga eða alla dagana.  
  • Ef barn er ekki skráð í vistun er reiknað með því að það verði í fríi.  
  • Greitt er fyrir þá daga sem barnið er skráð, sama hvort barnið mætir eða ekki.  
  • Skráning er bindandi og gildir einungis fyrir þá daga sem barnið er skráð. 

 

Leikskólagjöld á skráningardögum

Leikskólagjöld eru felld niður á skráningardögum. 

Þar sem leikskólagjöld eru greidd fyrirfram bætist greiðsla vegna vistunar á skráningardegi við reikning næsta mánaðar á eftir. Ef barn er ekki skráð í vistun helst niðurfellingin. 

 

Dæmi um breytingar á gjaldi

Tökum dæmi um hvernig gjöld breytast á skráningardögum. Ekki er um raunveruleg gögn að ræða, heldur er þetta hugsað til útskýringar og einföldunar. 

Teikning tveimur börnum skoða könguló á leikskóla.

Dæmi - framhald

  • Jón og Sigga eru 4 ára og eru nemendur í leikskólanum Kisuborg. Þau eru bæði skráð í 8 tíma vistun. Almennt leikskólagjald fyrir Siggu og Jón er 100 krónur á mánuði. 
  • Í október eru skráningardagar og gjöld felld niður fyrir alla á þeim dögum. Lækkunin er alls 25 krónur. Leikskólagjald í október fyrir bæði Siggu og Jón er því 75 krónur. 
  • Foreldrar Siggu þurfa að vinna á skráningardögunum og skrá Siggu í vistun alla dagana.  
  • Hjá þeim gengur lækkunin til baka og bætist ofan á reikninginn í nóvember. Foreldrar Jóns ætla að vera í fríi og skrá Jón ekki í vistun. Þau halda því sinni lækkun og greiða venjulegt gjald í nóvember. 
  • Gjald í nóvember fyrir Siggu: Almennt gjald (100 krónur) + Vistun á skráningardögum (25 krónur). Alls 125 krónur. 
  • Gjald í nóvember fyrir Jón:  Almennt gjald. Alls 100 krónur.