Sólbúar

Frístundaheimili

Breiðagerðisskóli við Breiðagerði 20
108 Reykjavík

""

Um Sólbúa

Opið alla virka daga frá klukkan 13:40 til 17:00

Sólbúar er frístundaheimili fyrir 1. og 2. bekk í Breiðagerðisskóla en Marsbúar taka svo við þegar upp í 3. og 4. bekk er komið. Frístundaheimilið Sólbúar er eitt af átta frístundaheimilum sem tilheyra Kringlumýri, sem er frístundamiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaðahverfis.

Forstöðumaður er Sandra Ýr Geirmundardóttir, s. 664-7673

Aðstoðarforstöðumaður er Atli Steinn Árnason, s. 664-0978

Lengd viðvera

Á starfsdögum skóla, foreldraviðtalsdögum og í jóla- og páskaleyfi er opið allan daginn í hjá Sólbúum frá klukkan 08:00 til 17:00 að undangenginni skráningu. Greitt er sérstaklega fyrir lengda viðveru á þessum dögum. Sólbúar er lokað í vetrarleyfi skólans.

Strákar að perla

Dagleg starfsemi

Í Sólbúum leggjum við áherslu á fjölbreytt val, góð samskipti við foreldra og skóla og að allir hafi gaman í frístund. Við í Sólbúum erum mjög stolt af boltalandinu okkar og í Marsbúum erum við oft með lengri verkefni svo sem að byggja stórar Lego-styttur saman. Í Sólbúum hefur eins lengi og elstu menn muna ríkt með eindæmum góður starfsandi sem skilar sér í minni starfsmannaveltu en víða og smitar hún frá sér til barnanna. Þá vinna Sólbúar að verkefnunum Frístundalæsi, Réttindafrístund og Grænum skrefum.

Hagnýtar upplýsingar

Gjaldskrá

Hér getur þú nálgast gjaldskrá fyrir vetrar- og sumarstarf frístundaheimila ásamt upplýsingum um systkina afslátt og ýmislegt fleira. 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna  hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í frístundaheimilinu Sólbúum má finna á heimasíðu Breiðagerðisskóla

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​