Rauðhóll
Leikskóli
Sandavað 7, Árvað 3
Elliðabraut 26
110 Reykjavík
Um leikskólann
Rauðhóll er 10 deilda leikskóli með pláss fyrir 197 börn og þar starfa 83 starfsmenn. Starfstöðvar leikskólans eru þrjár, Litir við Sandavað 7, Ævintýri við Árvað 3 og Skógarhúsið í Björnslundi við Elliðabraut 26. Gula og Bláa deild er fyrir 1-2 ára. Rauða og Græna 2-3 ára. Ævintýrahóll 4 ára. Ævintýralundur 3 ára. Ævintýradalur 4 og 5 ára. Ævintýraland og Ævintýraeyja 5 ára. Rauðhóll er staðsettur í Norðlingaholtinu og er í nálægð við Rauðavatn, Elliðaárdal, Heiðmörk og Rauðhóla. Nærumhverfi skólans býður upp á fjölbreytta möguleika til skapandi og skemmtilegs útináms fyrir börn og starfsfólk.
Leikskólastjóri er Guðrún Sólveig Vignisdóttir
Viltu vita meira?
Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans.
Hugmyndafræði
Einkunnarorð Rauðhóls eru vinátta, virðing og vellíðan
Í Rauðhól er unnið með hugmyndafræði John Dewey og Caroline Pratt en vinna með einingakubba er mikilvægur partur af skólastarfinu. Einnig er stuðst við kenningar Mihály Csíkszentmihályi um flæði ásamt Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar. Umhverfismenntun og útinám er stór hluti af menningu Rauðhóls ásamt almennri umhyggju fyrir náttúrunni okkar og skipar Björnslundur stóran sess í starfi leikskólans. Í Björnslundi eru börnin í öðru umhverfi og hafa annað hlutverk en á deildum. Börnin njóta sín í frjálsum leik í skóginum, fara á gönguskíði, elda úti, rækta, klifra í trjám, drullumalla, mála og tálga svo dæmi séu tekin.
Leikskólastarf
Skólanámskrá
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Rauðhóls? Í skólanámskrá Rauðhóls finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi.
Starfsáætlun
Hvað er framundan á Rauðhól? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi.
Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.
Miðstöð Rauðhóls
Leikskólinn Rauðhóll tilheyrir Austurmiðstöð. Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.
Farsæld barna
Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum.
Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana.
Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.
Tengiliðir Rauðhóls eru: Emilía Björgvinsdóttir og Hrefna Ólafsdóttir
Myndir frá Rauðhóli
Hvað viltu skoða næst?
- Allir leikskólar Hér getur þú skoðað lista yfir alla leikskóla í Reykjavík
- Innritun í leikskóla Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns
- Að byrja í leikskóla Upphaf skólagöngu barns er stór stund í lífi þess
- Leikskólar Í Reykjavík eru um 80 leikskólar, bæði borgarreknir og sjálfstætt starfandi
- Stefnur Hér finnur þú samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir Reykjavíkurborgar
- Menntastefna Reykjavíkur - látum draumana rætast Kynntu þér Menntastefnu Reykjavíkur
- Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi Leikskólinn tryggir að eingöngu aðilar, sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum leikskólans
- Farsældarþjónusta Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna