3. Ný atvinnutækifæri framtíðar

Helstu markmið í fjármálum, uppbyggingu og atvinnumálum í Reykjavík til 2030

Markmið Reykjavíkurborgar í þróun atvinnutækifæra til 2030 er að hún verði á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.

  • Aukin áhersla er lögð á að rækta nýsköpunarhugsun og skilning borgarkerfisins á forsendum nýsköpunar í atvinnulífi og menningu 
  • Þjónustu borgarinnar, þ.m.t. við atvinnulífið hefur verið umbreytt til stafrænna, einfaldara og aðgengilegra horfs 
  • Grænar og skapandi greinar hafa verið efldar og störfum í nýsköpun fjölgað með áherslu á sprotastarfsemi og fjölda nýsköpunarlausna
  • Í þróun hefðbundinna atvinnugreina innan borgarinnar er áhersla lögð á aukna nýsköpun, sjálfbærni og atvinnuþátttöku allra þjóðfélagshópa
  • Reykjavíkurborg tekur þátt í ýmiss konar árangursríku klasasamstarfi og alþjóðlegu nýsköpunar- og rannsóknarsamstarfi
  • Reglulega er skoðað hvaða hæfni og þekkingu Reykjavík framtíðarinnar kallar eftir og hvernig við tryggjum að hún sé til staðar m.a. í gegnum skólakerfið