Miðborg
Leikskóli
Lindargata 26 / Njálsgata 9-11 / Njálsgata 70
101 Reykjavík

Um leikskólann
Miðborg er 6 deilda leikskóli sem tók til starfa 2011 við sameiningu þriggja leikskóla; Lindarborgar á Lindargötu 26, Njálsborgar á Njálsgötu 9-11 og Barónsborgar á Njálsgötu 70. Við leggjum áherslu á að efla samvinnu og samstarf við nærumhverfið í miðbænum sem er iðandi af mannlífi og menningu. Það gefur kost á skemmtilegum og fjölbreyttum vettvangsferðum sem geta gefið börnum innsýn í samfélagið í sinni víðustu mynd. Að meðaltali eru 120 börn í Miðborg samtímis og er aldursblöndun barnanna mismunandi á milli deilda og aðstæðna hverju sinni. Deildarnar heita Regnbogaland, Krílakot, Klöpp, Hæð, Krossfiskadeild, Kuðungadeild og Skeljadeild. Á Hæð dvelja elstu börn leikskólans.
Leikskólastjóri: Kristín Einarsdóttir (í leyfi)
Starfandi leikskólastjórar eru Tinna Sigurðardóttir og Ösp Jónsdóttir
Hugmyndafræði
Stefna og sýn leikskólans er í vinnslu en leikurinn er í forgrunni og fjölmenning er lykilþáttur í starfi leikskólans þar sem margbreytileiki allra sem að honum koma njóti sín alla daga ársins. Tekið er mið af því að enginn er eins en allir geta verið með á sínum forsendum þar sem styrkleiki samfélagsins felst í fjölbreytni.

Leikskólastarf
Skólanámskrá
Skólanámskrá Miðborgar er í vinnslu
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Miðborgar? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi.
Starfsáætlun
Hvað er framundan í Miðborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.

Miðstöð Miðborgar
Leikskólinn Miðborg tilheyrir Vesturmiðstöð. Vesturmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.
Myndir frá Miðborg
Hvað viltu skoða næst?
- Allir leikskólar Í Reykjavík eru um 80 leikskólar, bæði borgarreknir og sjálfstætt starfandi
- Að byrja í leikskóla Upphaf skólagöngu barns er stór stund í lífi þess
- Innritun í leikskóla Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns
- Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi Leikskólinn tryggir að eingöngu aðilar, sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum leikskólans
- Stefnur Hér finnur þú samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir Reykjavíkurborgar
- Menntastefna til 2030 - látum draumana rætast Kynntu þér Menntastefnu Reykjavíkur