Miðborg

Leikskóli 

Lindargata 26 / Njálsgata 70
101 Reykjavík

Börn og starfsfólk á útisvæði leikskólans Miðborgar, Barónsstíg

Um leikskólann

Opið er frá 7:30 til 16:30

Miðborg er 5 deilda leikskóli sem tók til starfa 2011 við sameiningu þriggja leikskóla; Lindarborgar á Lindargötu 26, Njálsborgar á Njálsgötu 9-11 og Barónsborgar á Njálsgötu 70. Haustið 2023 lokaði Njálsborg. Við leggjum áherslu á að efla samvinnu og samstarf við nærumhverfið í miðbænum sem er iðandi af mannlífi og menningu. Það gefur kost á skemmtilegum og fjölbreyttum vettvangsferðum sem geta gefið börnum innsýn í samfélagið í sinni víðustu mynd. Að meðaltali eru 86 börn í Miðborg samtímis og er aldursblöndun barnanna mismunandi á milli deilda og aðstæðna hverju sinni. Deildarnar heita Regnbogaland, Krílakot, Krossfiskadeild, Kuðungadeild og Skeljadeild.

Leikskólastjóri: Kristín Einarsdóttir (í leyfi)

Starfandi leikskólastjórar eru Tinna Sigurðardóttir  og Ösp Jónsdóttir

Hugmyndafræði

Stefna og sýn leikskólans er í vinnslu en leikurinn er í forgrunni og fjölmenning er lykilþáttur í starfi leikskólans þar sem margbreytileiki allra sem að honum koma njóti sín alla daga ársins. Tekið er mið af því að enginn er eins en allir geta verið með á sínum forsendum þar sem styrkleiki samfélagsins felst í fjölbreytni.

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Skólanámskrá Miðborgar er í vinnslu

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Miðborgar? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Miðborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Börn að leik á leikskólanum Miðborg, Njálsborg

Miðstöð Miðborgar

Leikskólinn Miðborg tilheyrir Vesturmiðstöð. Vesturmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.  

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Miðborgar er: Inga Sólborg Ingibjargardóttir

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​