Tilraunaborgir

mynd af grænni borg

Tilraunaborgir er rannsóknar- og nýsköpunarverkefni. Verkefnið snýr að venjum og hindrunum íbúa og fyrirtækja í borginni hvað varðar samgöngur og flokkun úrgangs. Markmiðið er að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið Reykjavíkurborgar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2030. 

Venjur og hindranir íbúa í samgöngu og úrgangsmálum

Niðurstöður könnunar sem framkvæmd var sem hluti af verkefninu Tilraunaborgir er að finna hér að neðan:

Loftmynd yfir borgina, séð frá sjónum að Sæbraut og Hallgrímskirkju.

Þrætt í gegnum þrengslin

Vegasamgöngur eru stærsti losunarflokkur gróðurhúsalofttegunda í borginni. Þær voru 44% af heildarlosun árið 2023. Þriðji stærsti losunarflokkurinn er vegna úrgangs eða um 10% af heildarlosun.

Verkefnið snýst um að prófa og innleiða aðferðir, lausnir og þjónustu sem hvetja til grænna ferðamáta og aukinnar flokkunar með það að leiðarljósi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

""

Verkefnið

  • Verkefnið Tilraunaborgir er samstarfsverkefni milli Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands.
  • Verið er að rannsaka heildstætt ferðavenjur og úrgangsmál íbúa og fyrirtækja í Reykjavík.
  • Verkefnið er að fullu fjármagnað með styrk sem Reykjavíkurborg fékk úthlutað vegna þátttöku í 112 borga Evrópusamstarfi.
  • Verkefnið fór af stað í september 2024 og stendur yfir til ársins 2026. 

 

Tenging við loftslagsborgarsamninginn

Reykjavík var valin meðal 112 loftslagsborga til þátttöku í Evrópusamstarfi um að verða kolefnishlutlaus árið 2030.

Undirbúningur loftslagborgasamningsins hófst haustið 2022 en samningurinn var formlega undirritaður 7. október 2024. Með samningnum var gerð aðgerðaáætlun þar sem tilgreindar eru aðgerðir með því markmiði að gera Reykjavíkurborg kolefnishlutlausa fyrir árið 2030 og þar með flýta fyrir kolefnishlutleysi sem áður var fyrir árið 2040. Samningurinn gerir borginni kleift að sækja um styrki sem styðja við markmið um loftslagshlutleysi.

Verkefnahópur

Reykjavíkurborg

  • Ásdís Karen Waltersdóttir 

Háskóli Íslands:

Umhverfis- og byggingarverkfræðideild:

Heimsspekistofnun HÍ:

Sjálfbærnistofun HÍ:

Rannsóknarsetur HÍ:

Tengiliður Net Zero City:

  • Kiera Webster

Tengiliður

Umsjón með verkefninu er hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar á skrifstofu loftslagsmála sem heyrir undir sviðsstjóra.  

 

 

Tengiliður hjá Reykjavíkurborg:

Ásdís Karen Waltersdóttir 

netfang: loftslagsborgin [hjá] reykjavik.is