No translated content text
Laugó
Félagsmiðstöð fyrir 10–16 ára
Laugalækjarskóli við Leirulæk
105 Reykjavík
Um Laugó
Laugó er félagsmiðstöð á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, starfrækt af Frístundamiðstöðinni Kringlumýri.
Markhópurinn er börn og unglingar í 5. til 10. bekk í Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla.
Forstöðukona er María Egilsdóttir, sími 775-9259
Aðstoðarforstöðukona er Lotta Lóa Oriz
Opnunartímar
5. bekkur
Mánudagar: 14:00 – 15:30
Miðvikudagar: 14:00 – 15:30
6. bekkur
Miðvikudagar: 15:30-17:00
Föstudagar: 15:30-17:00
7. bekkur
Miðvikudagar: 17:30 – 19:00
Föstudagar: 17:30- 19:00
8.-10. bekkur
Mánudagar: 19:30 – 21:45
Þriðjudagar: Nemendaráð
Miðvikudagar: 19:30 – 21:45 (Klúbbastarf frá 17-19)
Fimmtudagar: 13:30 – 16:00
Föstudagar: 19:30 – 22:00
Dagleg starfsemi
Lagt er upp úr fjölbreyttu, skemmtilegu og innihaldsríku starfi fyrir þátttakendur. Mikil áhersla er lögð á unglingalýðræði og að virkja fólk í að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.
Boðið er upp á opið starf og ýmiss konar klúbbar eru starfandi og fara eftir áhugasviði og þörfum þeirra sem sækja staðinn. Þá eru haldnar ýmsar uppákomur og verkefni eru unnin í samstafi við börn, foreldra, skóla og aðra samstarfsaðila í hverfinu.
Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu um ýmis málefni sem tengjast lífsleikni eins og fræðslu um fordóma, forvarnir gegn vímuefnum, stuðning við jákvæða sjálfsmynd og margt fleira.
Mikið og gott samstarf er við foreldra/forráðamenn og alla þá aðila sem koma að uppeldismálum í hverfinu. Okkur finnst mikilvægt að félagsmiðstöðin sé sýnileg og opin þeim sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemina.
Félagsmiðstöðinn Laugó hefur verið réttindafélagsmiðstöð frá árinu 2018 er við fengum vottun frá Unicef þess efnis. Er Laugó fyrsta félagsmiðstöðin í heiminum sem hlýtur þessa vottun, en árin 2016-2018 unnu Laugó og Laugalækjarskóli markvisst saman að því að ná þeim árangri .
Myndir frá Laugó
Farsæld barna
Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.
Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í félagsmiðstöðinni Laugó má finna á heimasíðu Laugalækjarskóla.
Hvað viltu skoða næst?
- Félagsmiðstöðvar Frístundastarf fyrir 10-16 ára börn
- Foreldrasamstarf í skóla- og frístundastarfi Þátttaka foreldra skiptir miklu máli
- Fjölmenning í skóla- og frístundastarfi Öll börn eiga að fá jöfn tækifæri til að vera stolt af uppruna sínum og menningu
- Sumarnámskeið Sumarið er tíminn
- Frístundastarf fatlaðs fólks Fjölbreytt frístundastarf er rekið á vegum borgarinnar fyrir fatlað fólk; börn, unglinga og fullorðna
- Frístundastyrkur - Frístundakortið Frístundakortið er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6–18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík