Þróun byggðar á Kjalarnesi til framtíðar

Þróund byggðar á Kjalarnesi til framtíðar. Mynd: Rán Flygenring

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar býður íbúa og aðra áhugasama velkomna á opna fundi um þróun byggðar á Kjalarnesi til framtíðar.

Fundirnir eru hluti af vinnu við endurskoðun aðalskipulags og gerð hverfisskipulags fyrir Kjalarnes og Grundarhverfi. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir samtal, miðlun upplýsinga og virka þátttöku íbúa í mótun framtíðar svæðisins.

Fundirnir fara fram í Klébergsskóla:

Þriðjudagur 29. apríl kl. 17–19
Á fundinum verður kynnt vinna við endurskoðun aðalskipulags og gerð hverfisskipulags. Að kynningum loknum verða haldnar vinnustofur þar sem fjallað verður um helstu þróunarmöguleika Kjalarness, meðal annars:

  • Eflingu þéttbýliskjarna og Grundarhverfis
  • Útivist og skógrækt
  • Atvinnusvæði og þróun
  • Uppbyggingu á bújörðum
  • Samgöngur

Skráning á fundinn fer fram rafrænt.

Miðvikudagur 30. apríl kl. 15–19
Á þessum fundi verður lögð áhersla á samtal um hverfisskipulag Kjalarness. Skipulagsfræðingar og aðrir sérfræðingar frá Reykjavíkurborg verða á staðnum til að ræða við fundargesti um málefni svæðisins og safna hugmyndum og sjónarmiðum.


Við hvetjum íbúa og aðra áhugasama um framtíð Kjalarness til að mæta, taka þátt í samtalinu og hafa áhrif á þróun byggðar til framtíðar.