Hofið

Félagsmiðstöð fyrir 10–16 ára

Laugalækjarskóli
101 Reykjavík

""

Um Hofið

Hofið er opið frá 13:40-17:00 (í vetrarstarfi)

Hofið er sértæk félagsmiðstöð sem þjónustar börn og unglinga með fötlun úr grunnskólum vestan Elliðaáa. Hugmyndafræði Hofsins byggir á einstaklingsbundinni þjónustu þar sem reynt er að vinna með styrkleika hvers og eins og ávallt reynt að komast til móts við ólíkar þarfir og áhuga. Við leggjum áherslu á auka félagslega þátttöku með því skapa umhverfi fyrir börnin og unglingana til þess að njóta samvista með jafnöldrum í Hofinu auk þess sem við hvetjum börn og unglinga til að taka þátt í almennu félagsmiðstöðvastarfi.

Félagsmiðstöðin Hofið er ein af sjö félagsmiðstöðvum í Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi sem starfrækt er af Kringlumýri, frístundamiðstöð. Hofið er staðsett á lóð Laugalækjarskóla.

Forstöðumaður er Steinunn Sif Sverrisdóttir

Dagleg starfsemi

Hofið býður upp á skemmtilegt og fjölbreytt klúbbastarf. Það eru tveir klúbbar í boði hvern dag. Við hvetjum börnin og unglingana til að koma með hugmyndir af klúbbum sem þau hafa áhuga á og þannig hafa þau bein áhrif á klúbbastarfið.

Við leggjum áherslu á að  tíminn sem börnin og unglingarnir eru í Hofinu sé þeirra frítími og að þau skuli hafa mikla stjórn á því hvernig þau verja honum. Ásamt skipulögðum klúbbum er ýmislegt sem alltaf í boði til dæmis að perla, lita, útivera og spila.

Á föstudögum sendum við út póst til foreldra með fréttum úr líðandi viku og klúbbadagskrá þeirrar næstu.

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna  hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í félagsmiðstöðinni Hofinu má finna á heimasíðum grunnskóla barnanna.

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​