Hitt húsið

Miðstöð ungs fólks

Umsóknir

Atvinnuráðgjöf

Í Hinu Húsinu eru starfandi atvinnuráðgjafar og hægt er að panta tíma í ókeypis atvinnuráðgjöf, hvort sem er í Hinu Húsinu eða rafrænt.

Frístundastarf fatlaðra

Við bjóðum upp á skóltatengt frístundaúrræði fyrir ungmenni með fötlun á aldrinum 16-20 ára sem stunda nám á starfsbrautum framhaldsskólanna. Meginmarkmið starfsins er að stuðla að virkni og félagslegri þátttöku ungmenna í frístundum. Í starfinu er nærumhverfið notað til að þjálfa ungmennin í sjálfstæði, félagsfærni og samskiptafærni. 

Starfsemin byggir á einstaklingsmiðaðri þjónustu þar sem reynt er að vinna með styrkleika hvers og eins og ávallt er reynt að koma til móts við ólíkar þarfir og áhuga ungmennanna. Starfsemin fer fram milli klukkan 13-17 alla virka daga í Hinu Húsinu á Rafstöðvarvegi. 

Við tökum inn eftir umönnunarflokki 1 - 3 samkvæmt skilgreiningu Tryggingastofnunar og miðast umsókn þessi við upphaf haustannar 2019.

Vinfús

Vinfús er hópastarf fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Hópurinn er er fyrir öll sem langar að kynnast nýju fólki. Starfið gengur út á að skapa heilbrigðan grundvöll fyrir afþreyingu og skemmtanir.

Hópurinn hittist vikulega í Hinu Húsinu og starfsemin fer bæði fram innan- og utanhúss. Dagskráin er skipulögð af starfsmönnum okkar í samstarfi við hópinn sjálfan. Hópstjórar hafa bæði mikla reynslu og þekkingu á því að starfa með ungu fólki.

Virkninámskeið