Hitt húsið

Miðstöð ungs fólks

 

Atvinnumál og forvarnir

Atvinnuráðgjafar Hins Hússins sérhæfa sig að hjálpa ungu fólki í atvinnuleit og styrkja stöðu þess á vinnumarkaði. Jafningjafræðarar ræða og fræða annað ungt fólk um lífið og tilveruna og boðið er upp á hópastarf fyrir ungt fólk sem vill kynnast öðru ungu fólki.

 

 

Umsókn um styrk úr Sumarliðasjóði

Sumarliðasjóður Reykjavíkurborgar veitir stuðning til íþrótta- og æskulýðsfélaga í borginni. Markmiðið er að fjölga sumarstörfum fyrir ungt fólk á aldrinum 17-25 ára og styðja við framkvæmd frístundanámskeiða fyrir börn yfir sumartímann á aldrinum 6-12 ára.

Athugið að umsóknarfrestur er frá 6. janúar til og með 30. janúar 2026.

Teikning af tveimur konum að skrifa á blað.

Frístundanámskeið - Þú ert geitin í þínu lífi!

Hitt Húsið býður 16-20 ára ungmennum upp á 6 vikna frístundanámskeið í samvinnu við Minningarsjóð Egils Hrafns.

Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að kynnast frístundum og tómstundum sem standa ungu fólki til boða í Reykjavík ásamt því verður áhersla lögð á sjálfsstyrkingu, markmiðasetningu og hópefli. Hópurinn hittist einu sinni í viku milli kl. 17-20.

Teikning af kennara.

Viltu sækja um að vera með í Vinfús?

Hitt Húsið heldur úti hópastarfi fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Starfið er hugsað fyrir öll ungmenni sem vilja kynnast öðrum ungmennum og einnig þá sem hafa einangrast í skóla eða í öðrum félagslegum aðstæðum. Starfið gengur út á að skapa heilbrigðan grundvöll fyrir afþreyingu og skemmtanir.

Teikning af þremur manneskjum sem standa hlið við hlið.

Viltu panta tíma í atvinnuráðgjöf?

Atvinnuráðgjöf og atvinnuleitarnámskeið

Í Hinu Húsinu eru starfandi atvinnuráðgjafar og hægt er að panta tíma í ókeypis atvinnuráðgjöf, hvort sem er í Hinu Húsinu eða rafrænt.

Ungt fólk á atvinnuleysisskrá getur einnig sótt atvinnuleitarnámskeiðin Vítamín og Háskólavítamín.

Jafningjafræðslan

Jafningjafræðslan er skipuð ungu fólki á aldrinum 16-20 ára sem fer og ræðir við annað ungt fólk um málefni sem snúa að ungu fólki svo sem sjálfsmynd, kynlíf, geðheilbrigði, vímuefni og fleira. Hugmyndafræðin er sú að ungt fólk nái á annan hátt til annars ungs fólks heldur en aðrir.

Hitt húsið

Rafstöðvarvegur 7-9, 110 Reykjavík

 

  • Almenningssamgöngur
  • Leiðir 3, 11, 12 og 17 stoppa við Blesugróf þaðan sem gengið er á Rafstöðvarveg í gegnum Elliðaárdal. 
  • Leið 16 stoppar á Rafstöðvarvegi og þaðan er um 4 mínútna ganga í Hitt Húsið.

 

  • Opnunartími
    • Kl. 09:00-22:00 mánudaga til fimmtudaga
    • Kl. 09:00-20:00 á föstudögum
    • Lokað um helgar

 

Þú getur haft samband með því að hringja í síma 411 5500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið hitthusid@hitthusid.is.