Hitt húsið
Miðstöð ungs fólks
Í Upplýsingamiðstöð Hins Hússins getur hver sem er á aldrinum 16–25 ára komið og fengið aðstoð starfsfólks við að koma hugmynd sinni í framkvæmd og nýtt sér fjölbreytta aðstöðu Hins Hússins.
Hvað er hægt að gera í Upplýsingamiðstöð?
Það er til dæmis hægt að gera:
- Taka upp og spila tónlist í fullbúnu hljóðveri
- Klippa og vinna video í videoklippi aðstöðu
- Halda fundi, ráðstefnur og tónleika
- Æfa dans eða leikverk svo að eitthvað sé nefnt
Fullbúið hljóðkerfi, fjarfundabúnaður og stórir skjáir eru meðal annarra tóla og tækja á staðnum. Svo er líka hægt að koma og að fara í borðtennis, pool, spila playstation eða spila borðspil.
Upplýsingagáttin Áttavitinn – Ráðgjöf Áttavitans
Áttavitinn er upplýsingavefur miðaður að ungu fólki á aldrinum 16–25 ára.
Á vefnum má finna hagnýtan fróðleik sem viðkemur ýmsum sviðum svo sem heilsu, húsnæðismálum, námi, samböndum og kynlífi. Hægt er að senda inn nafnlausar spurningar um ýmis málefni og fá svör frá sérstöku ráðgjafateymi.
Opið hús fyrir 16-18 ára
Á opnu húsi á fimmtudagskvöldum er til dæmis hægt að fara í tölvuleiki, spila borðtennis og þythokkí, fara í karaoke dansa, spila borðspil eða bara hanga og spjalla.
Hitt húsið
Rafstöðvarvegi 7-9, 110 Reykjavík
Almenningssamgöngur - Leiðir 3, 11,12 og 17 stoppa við Blesugróf þaðan sem gengið er á Rafstöðvarveg í gegnum Elliðaárdal. Leið 16 stoppar á Rafstöðvarvegi og þaðan er um 4 mín ganga í Hitt Húsið.
Opnunartími - 09:00-18:00 á virkum dögum. Lokað um helgar.
Þú getur haft samband með því að hringja í síma 411-5500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið hitthusid@hitthusid.is