Hitt húsið
Miðstöð ungs fólks
Um Hitt húsið
Hitt Húsið er miðstöð ungs fólks á aldrinum 16-25 ára á sviði menningar og lista, tómstunda, upplýsinga og ráðgjafar, atvinnumála og forvarna. Í Hinu Húsinu getur ungt fólk nýtt sér aðstöðuna til að syngja, dansa, dreyma, skapa, læra, spila, funda og fleira. Ýmis félög og samtök ungs fólks hafa aðstöðu í Hinu Húsinu.
Í Hinu húsinu er starfrækt frítímastarf fyrir ungmenni með fötlun.
- Facebook síða Hins hússins
- Instagram síða Hins hússins
Markmið
- Veita ungu fólki aðstöðu og aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd
- Endurspegla menningu ungs fólks
- Veita upplýsingar og ráðgjöf
- Styrkja stöðu ungs fólks á vinnumarkaði
- Vera vettvangur fyrir félagsleg úrræði
Útleiga á rýmum
Ungt fólk á aldrinum 16-25 ára getur nýtt sér aðstöðu Hins hússins fyrir eigin hugmyndir og verkefni.
Saga
Hitt Húsið var stofnað af Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar 15. október 1991 fyrir ungt fólk á aldrinum 16- 25 ára.
Í fyrstu var Hitt Húsið staðsett í gamla skemmtistaðnum Þórskaffi í Brautarholti. Þar hófst fjölbreytt starfsemi fyrir ungt fólk á sviði menningar, atvinnumála og skemmtunar. Strax á fyrsta starfsárinu hófst Unglist – listahátíð ungs fólks sem og opin hús fyrir fötluð ungmenni. Í húsnæðinu var ennfremur æfingaaðstaða fyrir hljómsveitir og þar voru haldin böll á vegum framhaldsskólanna.
Í ágúst 1995 var starfsemin flutt í gamla Geysishúsið við Aðalstræti. Frá þeim tíma hefur Hitt Húsið þróast enn frekar í menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks auk þess að starfrækja ýmis úrræði á sviði ráðgjafar, fræðslu og atvinnumála sem og frístundastarf fatlaðra ungmenna. Í mars 2002 var Hitt Húsið svo enn fært um set, í þetta sinn að Pósthússtræti 3- 5.
Haustið 2015 flutti hluti frístundastarfs fatlaðra upp á Rafstöðvarveg 9, en í janúar 2019 flutti starfsemi Hins Hússins alfarið upp á Rafstöðvarveg 7-9.
Myndir af aðstöðunni í Hinu húsinu
Hitt húsið
Rafstöðvarvegi 7-9, 110 Reykjavík
- Almenningssamgöngur - Leiðir 3, 11,12 og 17 stoppa við Blesugróf þaðan sem gengið er á Rafstöðvarveg í gegnum Elliðaárdal. Leið 16 stoppar á Rafstöðvarvegi og þaðan er um 4 mín ganga í Hitt Húsið.
- Opnunartími - 09:00-22:00 Mánudaga - Fimmtudaga 09:00-20:00 á Föstudögum. Lokað um helgar.
Þú getur haft samband með því að hringja í síma 411-5500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið hitthusid@hitthusid.is