Hitt húsið
Miðstöð ungs fólks
Frítímastarf fatlaðra
Í Hinu Húsinu er boðið upp á frítímastarf fyrir ungmenni með fötlun sem stunda nám á starfsbrautum framhaldsskólanna. Einu sinni í viku er einnig opið kvöldstarf fyrir aldurshópinn 16-30 ára. Hitt Húsið á aðild að hátíðinni List án landamæra.
Vetrarstarf
Hitt Húsið býður upp á frítímastarf fyrir ungmenni með fötlun sem stunda nám á starfsbrautum framhaldsskólanna. Meginmarkmið starfsins er að stuðla að virkni og félagslegri þátttöku þeirra í frítíma sínum. Starfið er fyrir ungmenni sem falla undir umönnunarflokk 1-3 samkvæmt skilgreiningu Tryggingastofnunar.
Sumarstarf – Atvinnutengt frítímastarf
Á sumrin bjóðast þeim ungmennum sem sótt hafa vetrarstarfið atvinnutengt frítímastarf. Markmiðið er að ungmennin fái að kynnast ýmsum störfum á hinum almenna vinnumarkaði og hinn almenni vinnumarkaður fái að kynnast þeim.
Kvöldstarf
Á fimmtudagskvöldum frá kl. 17.00 – 21.00 er opið kvöldstarf fyrir aldurshópinn 16 – 30 ára. Fjölbreytt dagskrá er í boði hverju sinni sem er skipulögð af ungmennum og starfsmönnum.
List án landamæra
List án landamæra er listahátíð sem sýnir öll listform og stendur fyrir samstarfi á milli listamanna. Tilgangur hátíðarinnar er að auka menningarlegt jafnrétti og fjölbreytni með því að skapa faglegan vettvang og tækifæri fyrir fatlaða listamen. Hitt Húsið á aðild að hátíðinni.
Myndir af aðstöðunni í Hinu húsinu
Hitt húsið
Rafstöðvarvegi 7-9, 110 Reykjavík.
Almenningssamgöngur - Leiðir 3, 11,12 og 17 stoppa við Blesugróf þaðan sem gengið er á Rafstöðvarveg í gegnum Elliðaárdal. Leið 16 stoppar á Rafstöðvarvegi og þaðan er um 4 mín ganga í Hitt Húsið.
Opnunartími - 09:00-18:00 á virkum dögum. Lokað um helgar.
Þú getur haft samband með því að hringja í síma 411-5500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið hitthusid@hitthusid.is