Hitt húsið
Miðstöð ungs fólks
Hitt Húsið býður 16-20 ára ungmennum upp á 6 vikna frístundanámskeið í samvinnu við Minningarsjóð Egils Hrafns.
Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að kynnast frístundum og tómstundum sem standa ungu fólki til boða í Reykjavík ásamt því verður áhersla lögð á sjálfsstyrkingu, markmiðasetningu og hópefli. Hópurinn hittist einu sinni í viku milli kl. 17-20.