Hitt húsið

Miðstöð ungs fólks

 

Menningarmál

Að skapa; er að finna upp, gera tilraunir, vaxa, brjóta reglur, gera mistök og skemmta sér. Þessi skilgreining á vel við það menningarstarf sem fram fer í Hinu Húsinu. Starf sem endurspeglar menningu ungs fólks hvort heldur er á sviði tónlistar, leiklistar, myndlistar, dans og annarra skapandi verkefna.  

Músíktilraunir

Músíktilraunirnar hafa allt frá árinu 1982 verið einn aðalvettvangurinn fyrir ungar íslenskar hljómsveitir og tónlistarfólk á aldrinum 13-25 ára til að koma tónlist sinni á framfæri.    

 

Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur yfir í eina viku í lok mars og byrjun apríl ár hvert. 

Unglist

Unglist, listahátíð ungs fólks, hefur verið árviss viðburður á haustdögum í Reykjavík frá árinu 1992. Hátíðin stendur yfir í rúma viku í hvert sinn með fjölda þátttakenda og njótenda.  Breytilegt er frá ári til árs hvar viðburðirnir á hátíðinni fara fram. 

Götuleikhúsið

Götuleikhúsið er orðið vel þekkt á meðal almennings, enda hefur leikhúsið verið starfrækt yfir sumartímann frá árinu 1994. Síðan þá hefur leikhúsið fóstrað stóran hóp ungs fólks sem mörg hver starfa í dag sem þekktir listamenn á ýmsum sviðum.

Stelpa rennir sér á hjólabretti

Listhópar

Ungu fólki gefst kostur á að sækja um og koma með hugmyndir að skapandi verkefnum og valdir hópar eða einstaklingar fá síðan tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum í átta vikur yfir sumartímann.

Krakkar spila pógó

Gallerí Raf

Í Hinu Húsinu er gallerí þar sem ungt listafólk getur sett upp sýningar af ýmsu tagi. Í Hinu Húsinu er góð aðstaða og tækjabúnaður fyrir ungt tónlistarfólk til að halda tónleika og koma tónlist sinni á framfæri.

Hitt húsið

Rafstöðvarvegi 7-9, 110 Reykjavík.

 

Almenningssamgöngur - Leiðir 3,11,12 og 17 stoppa við Blesugróf þaðan sem gengið er á Rafstöðvarveg í gegnum Elliðaárdal. Leið 16 stoppar á Rafstöðvarvegi og þaðan er um 4 mín ganga í Hitt húsið.

Opnunartími - 09:00-18:00 á virkum dögum. Lokað um helgar.

 

Þú getur haft samband með því að hringja í síma 411-5500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið hitthusid@hitthusid.is