Klettaskóli

Sérskóli

Suðurhlíð 9
105 Reykjavík

Klettaskóli

Sérskóli

Klettaskóli er sérskóli fyrir nemendur með þroskahömlun. Klettaskóli þjónar öllu landinu og fyrir nemendur með: 

  • Miðlungs, alvarlega og djúpa þroskahömlun með eða án viðbótarfatlana. 
  • Væga þroskahömlun og skilgreinda viðbótarfötlun/fatlanir svo sem einhverfu, blindu, heyrnarleysi og alvarlega hreyfihömlun. 

Hvernig sæki ég um?

Þú sækir um skólavist fyrir barnið þitt í Klettaskóla rafrænt á heimsíðu skólans. Með umsókn þurfa að fylgja greiningargögn og skýrslur leik- eða grunnskóla vegna nemandans eftir því sem við á. Athugið að skila þarf umsókn til skólans fyrir 1. mars ár hvert.  

Þátttökubekkir

Þátttökubekkur er sérhæft námsúrræði undir stjórn Klettaskóla en með aðsetur í almennum grunnskóla. Nemendur njóta faglegrar þjónustu og þekkingar Klettaskóla en taka jafnframt þátt í starfi og samfélagi hins almenna skóla eftir því sem tilefni gefst til.