Gulahlíð
Frístundaheimili í Klettaskóla
Klettaskóli við Vesturhlíð 3
105 Reykjavík
Um Guluhlíð
Í Guluhlíð er starfrækt frístundaheimili fyrir nemendur í 1.-4. bekk í Klettaskóla. Gulahlíð er rekin af frístundamiðstöðinni Kringlumýri.
Forstöðumaður er Margrét Rannveig Halldórsdóttir
Lengd viðvera
Á starfsdögum skóla, foreldraviðtalsdögum og í jóla- og páskaleyfi er opið allan daginn í Guluhlíð frá klukkan 08:00 til 17:00 að undangenginni skráningu. Greitt er sérstaklega fyrir lengda viðveru á þessum dögum. Gulahlíð er lokuð í vetrarleyfi skólans.
Dagleg starfsemi
Við leggjum áherslu á að veita börnum einstaklingsmiðaða þjónustu í heimilislegu og öruggu umhverfi. Starfsmenn leggja ríka áherslu á að börnunum líði vel, skemmti sér og njóti sín. Einnig viljum við tryggja öryggi barnanna og veita þeim og foreldrum þeirra góða þjónustu. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu þar sem hverjum og einum er mætt á sínum forsendum og leggur starfsfólk metnað í að hafa markvisst, fjölbreytt og innihaldsríkt starf í boði á hverjum degi. Þær tómstundir sem við bjóðum ávallt upp á í vetrarstarfi eru vikulegar eru íþróttir/hreystibraut, listasmiðja, tónlistar- og skynörvunarstund og bíó & popp. Við höfum svo fengið A-hluta styrk til að halda okkur eigið Color Run á lóðinni í sumarstarfinu sem vekur alltaf mikla lukku barna og starfsfólks.
Hagnýtar upplýsingar
Einelti í skóla- og frístundastarfi
Einelti og ofbeldi getur haft varanleg áhrif á sálarlíf barna og unglinga. Það á ekki að viðgangast í skóla- og frístundastarfi. Allir starfsstaðir barna og unglinga eru með áætlun gegn einelti. Foreldrar sem fá vísbendingar eða upplýsingar um einelti ættu að taka það alvarlega og tilkynna til viðkomandi aðila. Starfsstaðir skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar starfa eftir gátlista vegna eineltis sem unninn var í víðtæku samráði fagaðila.
Röskun á skóla- og frístundastarfi
Tilmæli eru um viðbrögð foreldra / forráðamanna barna í skólum og frístundastarfi. SHS hefur verið falið af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar ef á þarf að halda, eftir atvikum í samráði við lögreglu og fræðsluyfirvöld.
Farsæld barna
Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.
Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í frístundaheimilinu Guluhlíð má finna á heimasíðu Klettaskóla.