Furuskógur
Leikskóli
Áland / Efstaland 28
108 Reykjavík

Um leikskólann
Furuskógur er sex deilda leikskóli sem varð til við sameiningu Furuborgar og Skógarborgar. Í skólanum eru 6 deildir og þar dvelja að jafnaði 112 börn á aldrinum 1-6 ára. Starfstöðvar eru tvær og til aðgreiningar eru þær kenndar við götuheiti. Í Furuskógi v/Áland eru 60 börn á þremur aldursskiptum deildum sem heita: Birkilundur, Grenilundur og Skógarlundur. Í Furuskógi v/Efstaland eru 52 börn á þremur aldursskiptum deildum sem heita: Dvergasteinn, Álfasteinn og Huldusteinn. Staðsetning skólans er í Fossvogi, nánasta umhverfi er mjög fjölbreytt, leikvellirnir halla móti suðri og er gróðursæld mikil. Í næsta nágrenni er Fossvogsdalurinn, Skógræktin og fleiri staðir, sem börnin kunna vel að meta.
Leikskólastjóri er Ingibjörg Brynjarsdóttir
Leikskólinn Furuskógur
Viltu vita meira um Furuskóg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið.
Hugmyndafræði
Gildi Furuskógar eru vinsemd, virðing og gleði
Helstu áherslur í starfi leikskólans er að hafa barnið í brennidepli, veita umhyggju og stuðla að vellíðan barnanna með lýðræðislegum vinnubrögðum, lífsleikni og einstaklingsmiðuðu námi. Skapandi starf, útinám, örvun lesþroska og efling stærðfræðilegrar hugsunar eru meðal helstu viðfangsefna og miða að því að ýta undir reynslu og virkni barnsins. Rauður þráður í starfinu er sköpun, útinám og lífsleikni

Leikskólastarf
Skólanámskrá
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Furuskógar? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi.
Starfsáætlun
Hvað er framundan í Furuskógi? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.

Miðstöð Furuskógar
Leikskólinn Furuskógur tilheyrir Norðurmiðstöð. Norðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Laugardal og Háaleiti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.
Hvað viltu skoða næst?
- Allir leikskólar Viltu skoða lista yfir alla leikskóla í borginni?
- Að byrja í leikskóla Upphaf skólagöngu barns er stór stund í lífi þess
- Innritun í leikskóla Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns
- Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi Leikskólinn tryggir að eingöngu aðilar, sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum leikskólans
- Stefnur Hér finnur þú samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir Reykjavíkurborgar
- Menntastefna til 2030 - látum draumana rætast Viltu kynna þér Menntastefnu Reykjavíkur?