Hjúkrunarheimili

Það getur komið að þeim tímapunkti í lífi fólks að það þurfi meiri aðstoð en hægt er að veita í heimahúsi. Áður en óskað er eftir dvöl á hjúkrunarheimili þurfa öll önnur úrræði að vera fullreynd. Reykjavíkurborg rekur tvö hjúkrunarheimili þar sem veitt er hjúkrunarþjónusta allan sólarhringinn.  

Hvaða þjónusta er í boði?  

Á hjúkrunarheimilum er veitt sólarhrings hjúkrunarþjónusta. Einnig er boðið upp á læknisþjónustu, sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Íbúum er boðið upp á hollt og næringarríkt fæði auk þess sem þau hafa kost á því að sækja fjölbreytta og gefandi afþreyingu. 

Á ég rétt á plássi á hjúkrunarheimili? 

Hjúkrunarheimili eru fyrir fólk sem getur ekki lengur búið heima þrátt fyrir stuðning heilbrigðis- og félagsþjónustu og hefur fengið samþykkt færni- og heilsumat.  

Hvernig sæki ég um pláss?  

Fyrsta skrefið til að komast á hjúkrunarheimili er að sækja um færni- og heilsumat. Hægt er að sækja um slíkt mat á vef Landlæknis, en einnig getur starfsfólk heilbrigðisþjónustu útvegað það og aðstoðað við útfyllingu.  

Hvað kostar að vera á hjúkrunarheimili?  

Upplýsingar um gjöld og kostnað má finna hjá Tryggingastofnun ríkisins sem fer einnig með útreikninga á kostnaði hvers íbúa.