Dagdvöl

Eldra fólk sem býr heima en á erfitt með að dvelja þar allan daginn eða taka þátt í starfi félagsmiðstöðva gæti notið sín í dagdvöl. Tilgangur dagdvala er að efla líkamlega virkni og félagslega þátttöku með það að markmiði að fólk geti búið lengur heima hjá sér. 

Þorrasel

Í Þorraseli er boðið upp á fjölbreytta tómstundaiðju og virkni, hreyfingu, listsköpun, mat og hvíldaraðstöðu, aðstoð við böðun og heilsufarseftirlit. Sjúkraþjálfun, hársnyrtistofa og fótaaðgerðarstofa eru til staðar fyrir þau sem þess óska. Gestir eru sóttir að morgni og ekið heim síðdegis.

Dagdvöl Vitatorgi

Í dagþjálfun á Vitatorgi er boðið upp á fjölbreyttar samverustundir, útiveru störf á vinnustofu og í borðsal, léttar æfingar og ýmislegt fleira sem viðheldur athöfnum daglegs lífs. Lögð er áhersla á að hver einstaklingur njóti sín og finni til öryggis og vellíðunar. Hársnyrtistofa og fótaaðgerðarstofa eru til staðar fyrir þau sem þess óska. Gestir eru sóttir að morgni og ekið heim síðdegis.