Barnamenningarhátíð 2025
Barnamenningarhátíð í Reykjavík fer fram dagana 8.-13. apríl næstkomandi. Viltu taka þátt?
Opið er fyrir umsóknir í viðburðapott Barnamenningarhátíðar 2025. Umsóknarfrestur er til 9. desember 2024.
Hátíðin fer fram um alla borg og býður upp á stórar og smáar sýningar og viðburði sem unnir eru fyrir börn eða með börnum. Börn sýna verkin sín á virtum menningarstofnunum og taka að miklu leyti yfir menningarlíf borgarinnar þessa sex daga sem hátíðin stendur yfir. Frítt er inn á alla viðburði.
Efst á baugi
Spyrja eftir þér - Lag Barnamenningarhátíðar 2024
Lagið er samið af hljómsveitinni Celebs, sem er skipuð systkinum frá Suðureyri, þeim Valgeiri Skorra, Hrafnkeli Huga og Kötlu Vigdísi, og textinn er byggður á svörum 4. bekkinga í Reykjavík.
Sjá meira
Big Bang Festival
Big Bang er evrópsk tónlistarhátíð fyrir ungt fólk sem fá að upplifa fjölbreytta og metnaðarfulla efnisskrá er samanstendur af tónleikum, innsetningum og tónlistartengdum smiðjum undir handleiðslu fagfólks í tónlist.
Sjá meira
Ævintýrahöllin
Borgarbókasafnið Grófinni breytist í Ævintýrahöll helgina 27. og 28. apríl. Dagskrá fyrir fjölskyldur allan daginn með sirkús, karókí, dansi, bókaupplestri, sögum, skátaleiktækjum, listasmiðjum BMX brós og ævintýri um allt.
Sjá meira