Barnamenningarhátíð - Forsíða
Barnamenningarhátíð 2026
Barnamenningarhátíð í Reykjavík fer fram dagana 20. - 26. apríl næstkomandi og er vettvangur hátíðarinnar borgin öll. Fjölbreyttir viðburðir fara fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum, menningarstofnunum, listaskólum og víðar. Barnamenningarhátíðin rúmar allar listgreinar fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
Frítt er inn á alla viðburði.
Ertu með hugmynd af viðburði fyrir barnamenningarhátíð
Opið er fyrir umsóknir í viðburðapott Barnamenningarhátíðar 2026. Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember 2025.
Allir viðburðir skulu fara fram á meðan hátíðin stendur og vera þátttakendum að kostnaðarlausu.
Þema Barnamenningarhátíðar árið 2026 er samkennd og samfélag.
Lag Barnamenningarhátíðar
Á hverju ári er samið nýtt lag Barnamenningarhátíðar. Lagið er samvinna tónlistarfólks og allra grunnskólabarna í 4. bekk í Reykjavík.
Lag Barnamenningarhátíðar 2025 var samið af stuðpinnunum í hljómsveitinni Inspector Spacetime
Hljómsveitina skipa þau Egill Gauti Sigurjónsson, Elías Geir Óskarsson og Vaka Agnarsdóttir. Við erum gífurlega þakklát fyrir að þau tóku þátt í þessu verkefni með okkur.
Þema Barnamenningarhátíðar árið 2025 var „út að leika“ og fengu nemendur í 4. bekk í borginni það verkefni að svara ýmsum spurningum um hvað felist í orðunum út að leika. Texti lagsins er byggður á svörum barnanna og var lagið frumflutt af Inspector Spacetime í Eldborgarsal Hörpu 8. apríl síðastliðinn.
-
Útsetning og höfundar lags: Inspector Spacetime
-
Kvikmyndataka: Jakob Thor Jörundsson og Róbert Reynisson
-
Leikstjórn: Erla Stefánsdóttir og Sandra Zeilisa
Efst á baugi
Bein útsending - Opnunarviðburður Barnamenningarhátíðar
RÚV sendir út í beinni útsendingu opnunarviðburð Barnamenningarhátíðar sem fer fram í Eldborgarsal Hörpu þann 8. arpíl nk kl. 11.45.
Lesa meira
Fréttir
-
BIG BANG í Hörpu á sumardaginn fyrsta
-
Takk fyrir komuna á Barnamenningarhátíð!
-
Barnamenningarhátíð 2025 – hefst í dag
-
Lag Barnamenningarhátíðar frumflutt í Fossvogsskóla
-
Inspector Spacetime semur lag Barnamenningarhátíðar 2025
-
Óskað eftir erindrekum á BIG BANG tónlistarhátíðina í Hörpu
-
Ævintýrahöllin á Borgarbókasafninu í Grófinni
-
Barnamenningarhátíð - lýðræði og kraftur í miðborginni
-
Frumflutningur Celebs á lagi Barnamenningarhátíðar 2024
-
Takk fyrir komuna á Barnamenningarhátíð 2023
-
Barnamenningarhátíð 2024 - Lýðræði
-
Celebs semja lag Barnamenningarhátíðar í ár