Barnamenningarhátíð 2025
Takk fyrir komuna á Barnamenningarhátíð!
Ætla má að yfir 20 þúsund manns hafi sótt 400 viðburði á dagskrá Barnamenningarhátíðar sem sem fram fór um alla borg.
Sýningar og viðburðir á hátíðinni voru vel sóttir og börnin nutu þess að sýna og njóta alls þess sem í boði var.
Óhætt er að segja að börn tóku að miklu leyti yfir menningarlíf borgarinnar þá sex daga sem hátíðin stóð yfir og sýndu verk sín á virtum menningarstofnunum.
Hátt í 8000 manns sóttu dagskrá Ævintýrahallarinnar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um helgina. Fólk á öllum aldri fjölmennti og tók þátt í skemmtilegri dagskrá þar sem boðið var upp á dans, söng, tónlist, - og svo voru öll dýrin í garðinum í hátíðarskapi.
Fjöldi fólks hefur unnið sleitulaust við undirbúning og skipulagningu Barnamenningarhátíðar, starfsfólk Reykjavíkurborgar á leikskólum, í grunnskólum, hjá frístundamiðstöðvum, menningarstofnunum og einstaklingar. Hátíðin væri ekki jafn glæsileg og raun ber vitni ef þeirra nyti ekki við. Takk fyrir ykkar framlag.
Börn fengu að skapa og njóta með fjölskyldu og vinum, takk fyrir ykkar framlag, það er ómetanlegt.
Takk fyrir komuna, við sjáumst á Barnamenningarhátíð 21. -26. apríl 2026!
Lag Barnamenningarhátíðar 2025
Lag Barnamenningarhátíðar 2025 er komið út og er samið af stuðpinnunum í hljómsveitinni Inspector Spacetime
Hljómsveitina skipa þau Egill Gauti Sigurjónsson, Elías Geir Óskarsson og Vaka Agnarsdóttir. Við erum gífurlega þakklát fyrir að þau tóku þátt í þessu verkefni með okkur.
Þema Barnamenningarhátíðar í ár er „út að leika“ og fengu nemendur í 4. bekk í borginni það verkefni að svara ýmsum spurningum um hvað felist í orðunum út að leika. Texti lagsins er byggður á svörum barnanna og lagið verður frumflutt af Inspector Spacetime í Eldborgarsal Hörpu 8. apríl næstkomandi.
-
Útsetning og höfundar lags: Inspector Spacetime
-
Kvikmyndataka: Jakob Thor Jörundsson og Róbert Reynisson
-
Leikstjórn: Erla Stefánsdóttir og Sandra Zeilisa
Efst á baugi

Bein útsending - Opnunarviðburður Barnamenningarhátíðar
RÚV sendir út í beinni útsendingu opnunarviðburð Barnamenningarhátíðar sem fer fram í Eldborgarsal Hörpu þann 8. arpíl nk kl. 11.45.
Sjá meira

Ævintýrahöllin
Ævintýrahöllin hefur í gegnum tíðina flakkað á milli Ævintýrahölinn fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 12. - 13. apríl. Þar verður sannkallað líf og fjör og er aðgangur ókeypis.
Sjá meira

Hæ litla fræ!
Grasagarðurinn býður fjölskyldum í plöntusmiðju á barnamenningarhátíð! Miðvikudaginn 9. apríl kl. 17-18 býðst börnum og fjölskyldum þeirra að koma í garðskála Grasagarðsins og læra að sá fyrir sumarblómum og matjurtum.
Sjá meira