Barnamenningarhátíð

 

Barnamenningarhátíð 2023

Barnamenningarhátíð í Reykjavík fer fram dagana 18.–23. apríl.

Hátíðin fer fram um alla borg og býður upp á stórar og smáar sýningar og viðburði sem unnir eru fyrir börn eða með börnum. Börn sýna verkin sín á virtum menningarstofnunum og taka að miklu leyti yfir menningarlíf borgarinnar þessa sex daga sem hátíðin stendur yfir.

Í ár er sérstök áhersla á viðburði í Grafarvogi og viðburði sem tengjast friði.

Frítt er inn á alla viðburði.

Efst á baugi

Stúlka skoðar innsetningu á Big Bang Festival 2022.

Big Bang Festival

Big Bang er evrópsk tónlistarhátíð fyrir ungt fólk sem fá að upplifa fjölbreytta og metnaðarfulla efnisskrá er samanstendur af tónleikum, innsetningum og tónlistartengdum smiðjum undir handleiðslu fagfólks í tónlist.
Sjá meira
Listaverk eftir nemanda í Hagaskóla.

Tjáning um kynheilbrigði

Á Barnamenningarhátíð sýnir Þjóðminjasafnið textílverk eftir 170 nemendur í 8. bekk í Hagaskóla. Verkin á sýningunni eru innblásin af verkum listakonunnar Kristínar Gunnlaugsdóttur. Verk Kristínar fjalla oft um líf konunnar og kynvitund.
Sjá meira
Blöðrulistamaður býr til blöðrudýr.

Ævintýrahöllin

Borgarbókasafnið Spönginni breytist í Ævintýrahöll helgina 22. og 23. apríl. Dagskrá fyrir fjölskyldur allan daginn með sirkús, karókí, dansi, bókaupplestri, sögum, skátaleiktækjum, listasmiðjum BMX brós og ævintýri um allt.
Sjá meira
Listaverk eftir leikskólabarn.

Friður í freyðibaði

Myndlistarsýning eftir börn á fjórum leikskólum í Grafarvogi á Borgarbókasafninu í Spönginni - Engjaborg, Fífuborg, Hulduheimum og Lyngheimum. Verk barnanna eru byggð á könnunarleiðangri þeirra um Grafarvog, þar sem þau túlkuðu frið í umhverfinu sínu.
Sjá meira