Barnamenningarhátíð 2025

Barnamenningarhátíð í Reykjavík fer fram dagana 8.-13. apríl næstkomandi. Viltu taka þátt?

Opið er fyrir umsóknir í viðburðapott Barnamenningarhátíðar 2025. Umsóknarfrestur er til 9. desember 2024. 

Hátíðin fer fram um alla borg og býður upp á stórar og smáar sýningar og viðburði sem unnir eru fyrir börn eða með börnum. Börn sýna verkin sín á virtum menningarstofnunum og taka að miklu leyti yfir menningarlíf borgarinnar þessa sex daga sem hátíðin stendur yfir. Frítt er inn á alla viðburði.