Inspector Spacetime semur lag Barnamenningarhátíðar 2025

Meðlimir hljómsveitarinnar Inspector Spacetime, Egill, Elías og Vaka.
Meðlimir hljómsveitarinnar Inspector Spacetime, Egill, Elías og Vaka.

Lag Barnamenningarhátíðar í ár verður samið af hljómsveitinni Inspector Spacetime.

Hljómsveitina skipa  þau Egill Gauti Sigurjónsson, Elías Geir Óskarsson og Vaka Agnarsdóttir. 

Þema Barnamenningarhátíðar í ár er „út að leika“ og fengu nemendur í 4. bekk í borginni það verkefni að svara ýmsum spurningum um hvað felist í orðunum út að leika. Texti lagsins verður byggður á svörum barnanna og lagið verður frumflutt af Inspector Spacetime í Eldborgarsal Hörpu 8. apríl næstkomandi.