Óskað eftir erindrekum á BIG BANG tónlistarhátíðina í Hörpu

Big Bang Festival er ævintýraleg tónlistarhátíð fyrir unga áheyrendur sem haldin er í Hörpu á Sumardaginn fyrsta.
Hátíðin verður haldin í Hörpu á sumardaginn fyrsta, 24. apríl 2025 kl. 11–16 og er markmið hátíðarinnar er að auka aðgengi barna að tónlist og er frítt inn á alla viðburði.
En hvað eru erindrekar?
Erindrekar er hópur 10-12 ára barna sem gegna mikilvægu hlutverki á Big bang hátíðinni því þeir sjá um að taka á móti gestum sem mæta í Hörpu. Þau sjá um leiðsagnir um húsið, kynna tónleika og uppákomur, taka viðtöl við tónlistarfólkið og eiga stóran þátt í því að búa til ógleymanlega stemmningu í Hörpu þennan dag.
Ert þú í 5., 6. eða 7. bekk og hefur áhuga á að verða erindreki, þá hvetjum við þig til að sækja um.
Óskað er eftir myndbandi þar sem þú segir okkur frá því af hverju þú hefur áhuga á að taka þátt og af hverju þú værir frábær erindreki.
Myndbandið má ekki vera lengra en 1 mínúta og sendist á barnamenningarhatid@reykjavik.is Umsóknarfrestur er til 11. mars 2025.
Þau sem verða valin fara á námskeið hjá Ingibjörgu Fríðu Helgadóttur, tónlistarkonu, og fá þjálfun í að kynna, koma fram, taka viðtöl og fleira.
Upplýsingamyndband um verkefnið: