Ævintýraborg við Nauthólsveg

Framkvæmdir standa yfir

Nauthólsvegur 81
102 Reykjavík

Ævintýraborg við Nauthólsveg

Um leikskólann

Ævintýraborg við Nauthólsveg 81 er sex deilda leikskóli þar sem um 100 börn munu dvelja í leik og starfi. Staðsetning skólans gerir það að verkum að leikskólastarfið mun byggja á útileikjum og útinámi. Lögð er áhersla á að Öskjuhlíðin verði vettvangur fyrir rannsóknir og útikennslu. Áætlað er að skólinn verði tilbúinn í september og að starfsemi geti hafist í október 2022.

Leikskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá leikskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Þar er lögð áhersla á að hvetja barnið til uppgötvunar og leiks og gera það að virkum þátttakanda í lýðræðissamfélagi.

Leikskólastjóri er Birna Bjarkardóttir,  

*Athugið að áætlaðar dagsetningar um verklok geta breyst, þar sem þættir á borð við aðgengi að aðföngum, afleiðingar heimsfaraldurs og ófriðar á alþjóðavettvangi geta haft áhrif á framgang framkvæmda.  Ennfremur getur ráðningarstaða haft áhrif á tímasetningar varðandi inntöku barna.

Hugmyndafræði

Ævintýraborg við Nauthólsveg starfar í anda Reggio Emilia-stefnunnar. Markmiðið er að hvetja börnin til að nota öll skilningarvit og vinna markvisst að því að virkja frumlega og skapandi hugsun.

Lagt er upp með að börnin prófi sig áfram, að þau fái tækifæri til að nýta hæfileika sína svo þau geti orðið skapandi, gagnrýnir og sjálfstæðir einstaklingar í nútíma samfélagi. Lögð er áhersla á að kennarar skrái niður uppgötvanir og hugmyndir barnanna.

Strákar að perla