Ævintýraborg í Vogabyggð

Leikskóli

Naustavogur 13
104 Reykjavík

Ævintýraborg Vogabyggð

Um leikskólann

Opnunartími leikskólans er frá 7:30 til 16:30

Ævintýraborg í Vogabyggð er nýr sex deilda leikskóli sem rúmar 100 börn á aldrinum 1-6 ára. Leikskólinn er við Snarfarahöfnina.

Leikskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá leikskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Þar er lögð áhersla á að hvetja barnið til uppgötvunar og leiks og gera það að virkum þátttakanda í lýðræðissamfélagi. 

Leikskólastjóri er Ragna Kristín Gunnarsdóttir

Aðstoðarleikskólastjóri Anna Sif Farestveit

 

Viltu vita meira?

Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans.

Hugmyndafræði

Gildi Ævintýraborgar eru virðing, jákvæðni  og gleði  

Ævintýraborg Vogabyggð opnaði í lok desember 2022 og er hugmyndafræði og stefna hans því enn í mótun. Markmið okkar er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á sköpun og hreyfingu. Einnig ætlum við okkur að nýta nærumhverfið vel þar leikskólinn er vel staðsettur með höfnin í bakgarðinum og stutt í fjölbreytta náttúru og Elliðaárdalinn.

Teikning af konu að kasta hlutum eins og sirkúslistamaður.

Leikskólastarf

Leikskóladagatal

Hvenær eru starfsdagar í Ævintýraborg í Vogabyggð? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi.

 

Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Teikning af þremur manneskjum sem reyna að koma saman þremur stórum púslum.

Miðstöð Ævintýraborgar í Vogabyggð

Leikskólinn Ævintýraborg tilheyrir Norðurmiðstöð. Norðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Laugardal og Háaleiti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta. 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. 

Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. 

Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður leikskólans er: í vinnslu