Ævintýraborg í Vogabyggð

Leikskóli

Naustavogur 13
104 Reykjavík

Teikning af ævintýraborg í Vogabyggð

Um leikskólann

Opnunartími leikskólans er frá 7:30 til 16:30

Ævintýraborg í Vogabyggð er nýr sex deilda leikskóli sem rúmar 100 börn á aldrinum 1-6 ára. Leikskólinn er við Snarfarahöfnina.

Leikskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá leikskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Þar er lögð áhersla á að hvetja barnið til uppgötvunar og leiks og gera það að virkum þátttakanda í lýðræðissamfélagi. 

Leikskólastjóri er Ragna Kristín Gunnarsdóttir

Aðstoðarleikskólastjóri Anna Sif Farestveit

 

Hugmyndafræði

Gildi Ævintýraborgar eru virðing, jákvæðni  og gleði  

Ævintýraborg Vogabyggð opnaði í lok desember 2022 og er hugmyndafræði og stefna hans því enn í mótun. Markmið okkar er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á sköpun og hreyfingu. Einnig ætlum við okkur að nýta nærumhverfið vel þar leikskólinn er vel staðsettur með höfnin í bakgarðinum og stutt í fjölbreytta náttúru og Elliðaárdalinn.

Leikskólastarf

Leikskóladagatal

Hvenær eru starfsdagar í Ævintýraborg í Vogabyggð? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Miðstöð Ævintýraborgar í Vogabyggð

Leikskólinn Ævintýraborg tilheyrir Norðurmiðstöð. Norðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Laugardal og Háaleiti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.