Vika6 - 2023

Vika6 árið 2023 fer fram dagana 6. til 10. febrúar. Þema að þessu sinni er kynlíf og kynferðisleg hegðun. Hér má finna nokkrar hugmyndir og verkfæri sem sérsniðin eru að þema ársins. 

Í verkfærakistum á forsíðu Vika6 má einnig finna ýmiskonar kennsluefni sem nýtist í tengslum við þemað í ár.

Þema Viku6 - 2023

Þema Viku6 að þessu sinni er kynlíf og kynferðisleg hegðun. Hægt er að vinna með þemað á fjölbreyttan hátt, út frá aldri og þroska hvers barnahóps. 

Tengt þessu þema er t.d. hægt að fjalla um:

  • Kynferðislega hegðun 

        - Hvað á að ég að segja? Hvað á ég að gera?

  • Frammistöðukvíða

  • Jafningjaþrýsting

  • Forleik, nánd, gælur

  • Sjálfsfróun

  • Fantasíur

  • Virðingu og mörk

  • Kynferðislega ánægju

  • Fjölbreytileika kynlífs

  • Fyrstu kynlífsreynsluna

  • Hugrekki og ábyrgð

  • Klámvæðingu

Hugmyndir að spurningakeppnum

Hér má finna hugmyndir að spurningakeppnum sem tilvalið er að setja upp sem Kahoot eða á Slido.com og varpa upp á skjá. Þá svara nemendur í gegnum síma eða spjaldtölvu.

 

Klípusögur

Hér má finna nokkrar klípusögur sem gott getur verið að leyfa nemendum að spreyta sig á. Tilvalið er að skipta nemendum í litla hópa og hver hópur fær eina sögu sem þau eiga að ræða um og koma með tillögur að lausn við.

Fræðslumyndbönd 2023

Kynlíf er allskonar og fólk er allskonar. Kynferðisleg saga og upplifun hvers og eins er mismunandi og einstök. Hér má finna fræðslumyndbönd sem framleidd voru í tilefni af Viku6 2023.

Fræðslufundur fyrir foreldra

Talar þú við barnið þitt um kynlíf? 

Hér getur þú skoðað rafrænan foreldrafund sem haldinn var í aðdraganda Viku6.

Textar tengdir QR kóða

Hér má finna tengla á texta sem tengjast stuttermabolum með QR kóða sem dreift var til allra félagsmiðstöðva í borginni. Textarnir henta líka mjög vel til notkunar í kennslu.