Hvað er nánd?

Nánd getur verið tilfinningaleg, andleg, líkamleg og vitsmunaleg. Nánd byggir á trausti og virðingu, að þora að vera berskjölduð gagnvart annarri manneskju og birtist oft sem sterk hlý tilfinning.

  • Vitsmunalega nánd getur t.d. verið að geta talað saman endalaust, um hvað sem er. Að geta t.d. rökrætt án þess að óttast að vináttan eða sambandið sé í hættu.
  • Líkamlega nánd getur verið losti, þrá og stöðug löngun í að snerta manneskjuna, vera nálægt henni, haldast í hendur, kúra saman, kyssast innilega, horfast í augu og strjúka og faðma hlýtt og lengi.
  • Andlega nánd getur t.d. verið á milli foreldra og barna, þegar foreldri finnur á sér að barninu líður illa eða að eitthvað hafi komið upp á. Sterk þörf fyrir að vernda barnið sitt. Andleg nánd getur líka verið í parsambandi, þegar parið upplifir að það sé að hugsa það sama á sama tíma og hefur þörf til vera nálæg og að passa upp á hvort annað/aðra/annan.
  • Tilfinningaleg nánd getur birst í því að tvær manneskjur upplifi að þær tilheyri algjörlega hvor annarri. Þar er djúp og traust væntumþykja og stuðningur. Þessar tvær manneskjur styðja og hvetja hvor aðra og eru til staðar þegar hin þarf á að halda.

 

Nánd getur skipt miklu máli til að mynda gott samband, þar sem traust, virðing og snerting eru mikilvægur hluti samskipta. Nánd í tengslum við kynlíf getur gert kynlífið innihaldsríkara og betra. Það getur verið góð hugmynd að spyrja hina manneskjuna t.d. hversu mikla snertingu hún kýs því það er mikilvægt hvað hverjum og einum þykir best. Sumir vilja mikið knús og aðrir lítið. Sum vilja alltaf haldast í hendur eða vera oft að kyssast en önnur vilja það sjaldnar. Með því að ræða málin er hægt að finna út hvað hentar best þannig að báðir aðilar séu sáttir. Það þarf hugrekki til að þora að ræða þessi mál, en það getur gert sambandið miklu betra ef þið þorið.