Tónabær

Félagsmiðstöð fyrir 10–16 ára

Safamýri 28
108 Reykjavík

""

Um Tónabæ

Félagsmiðstöðin Tónabær er ein af sjö félagsmiðstöðvum í Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi sem starfrækt er af Kringlumýri, frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk í Álftamýrarskóla  og Hvassaleitisskóla.

Aðstaðan í Tónabæ tók þónokkrum breytingum í vetur en stærstu fréttirnar eru að við erum búin að betrumbæta stúdíóið okkar töluvert og stefnum við m.a. á að vera með klúbb næsta vetur þar sem krakkarnir geta t.d. lært að búa til lagagrunna fyrir rapp eða danstónlist. Einnig verður hægt að fá aðstoð við að semja rapp- og söngtexta og vonumst við til að geta sent þátttakendur frá okkur á Rímnaflæði og Söngvakeppni Samfés í kjölfarið.

Forstöðumaður er Úlfur Kolka

Viltu vita meira?

Viltu vita meira um  Tónabæ? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Opnunartímar í Tónabæ

5.-7. bekkur

5.bekkur

 • Mánudagar: 16:00 – 17:30
 • Þriðjudagar: 14:00 – 16:00
 • Miðvikudagar: 14:30 – 16:00

6.bekkur

 • Mánudagar: 14:30 – 16:00
 • Þriðjudagar: 14:00 – 16:00
 • Miðvikudagar: 16:00 – 17:30

7.bekkur

 • Mánudagar: 14:30 – 16:00
 • Þriðjudagar: 14:00 – 16:00
 • Miðvikudagar: 16:00 – 19:00
 • Föstudagar: 18:00 – 19:15

 

8.-10. bekkur

 • Mánudagar: 19:30-22:00
 • Miðvikudagar: 19:30-22:00
 • Fimmtudagar: 14:00-16:00
 • Föstudagar: 19:30-22:00

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna  hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í félagsmiðstöðinni Tónabæ má finna á heimasíðu Álftamýrarskóla.

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​